Ráðlagt að stunda endaþarmsmök til að forðast sársauka

Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð.
Læknar hafa gefið sárþjáðum konum misgáfuleg ráð. Mynd/Wikipedia

Dæmi eru um að læknar hafi ráðlagt konum sem eru sárþjáðar eftir að hafa farið í aðgerð við þvagleka, eða blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net er grætt í leggöng þeirra, að stunda endaþarmsmök eða snúa sér að kynlífi með konum, þrátt fyrir að vera gagnkynhneigðar. Margar þessara kvenna hafa upplifað mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðinar og sumar hverjar treysta sér jafnvel ekki lengur til að stunda kynlíf. Þær upplifa mikið skilningsleysi lækna á vandanum. 

Þetta er eitt af því sem hefur komið fram við réttarhöld sem standa nú yfir í alríkisdómstóli Ástralíu þar sem rekið er skaðabótamál yfir 700 kvenna á hendur lyfja- og lækningavörurisanum Johnson & Johnson sem framleiðir netin sem mest hafa verið notuð við slíkar aðgerðir. The Guardian greinir frá.

Of lítið prófuð og of mikið notuð

Ýmis vand­kvæði og alvarlegar auka­verk­an­ir hafa komið upp í tengsl­um við net­in og hafa kon­ur lýst óbæri­leg­um sárs­auka vegna þeirra. Sum­ar kvenn­anna geta jafn­vel ekki gengið vegna sárs­auka og ekki stundað kyn­líf, líkt og áður sagði. Sjálfsvígshugsanir hafa einnig komið fram. Segja konurnar lífs­gæði sín hafa því skerst veru­lega. 

Netin hafa verið notuð af læknum víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi, en þó í litlum mæli. Krist­ín Jóns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að netin hefðu ekki verið nógu mikið rannsökuð og prófuð áður en þau voru sett á markað og kynnt sem lausn við þessu vandamáli. Fleiri læknar deila þeirri skoðun. Kristín sagði netin jafnframt alltof mikið notuð í þeim tilfellum þar sem aðrar leiðir væru æskilegri.

Net­in eru annað hvort grædd und­ir þvagrás­ina eða und­ir slím­húð í leggöng­um og koma þau í veg fyr­ir að líf­færi, eins og leg og þvag­blaðra, sígi niður og þrýsti sér upp að vegg leg­gangn­anna, sem get­ur valdið kon­um mikl­um óþæg­ind­um. Er þetta al­gengt vanda­mál hjá kon­um eft­ir barns­b­urð.

„Samkynhneigð gæti verið góður kostur“

Við réttarhöldin hafa verið birtir tölvupóstar sem kvensjúkdómalæknar, tengdir Johnson & Johnson, sendu sín á milli og ræddu um vandamál þessara kvenna. Tölvupóstarnir þykja varpa ljósi á algjört skilningsleysi og vanvirðingu gagnvart konunum. Þeir ræddu meðal annars um aðra valkosti kvenna sem upplifa mikinn sársauka við kynlíf eftir aðgerðina.

„Það er alveg satt að samkynhneigð gæti verið góður kostur,“ skrifaði einn læknirinn. Annar talaði um hvað honum þætti erfitt að minnast á kynlíf við sjúklinga sína. „Ég sagði við sjálfan mig að ef ég færi að ræða við sjúklinga mína um fullnægingar, munnmök, samkynhneigð, snípinn, G-blett eða eitthvað eitthvað, þá yrði ég fljótt talinn kynlífssjúkur, pervert eða óeðlilega forvitinn.“ Þá hafa konur sjálfar lýst því réttarhöldin að læknar hafi mælt með endaþarmsmökum.

Tölvupóstar læknanna og frásagnir kvennanna hafa eðlilega misboðið meðlimum í áströlskum stuðningshópi kvenna sem glíma við aukaverkanir vegna netanna. Margar hafa þó svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við lækna.

Endaþarmurinn verði einnig misnotaður

„Leggöngum okkar hefur verið misþyrmt með þessum netum og nú stinga læknar upp á því að endaþarmurinn verði einnig misnotaður. Aðeins kvenhatarar geta hugsað svona,“ skrifaði ein kvennanna inn í sameiginlega Facebook-hóp.

„Þessar hugmyndir gefa það í skyn að konur séu ekkert nema ílát fyrir karlmenn til að losa í. Að það sé hægt að nota hvaða gat sem er. Mér finnst ótrúlegt að einhver, sérstaklega sá sem sérhæfir sig í að meðhöndla konur læknisfræðilega, skuli vera svo hugsunarlaus og hrokafullur, að mæla með að endaþarmsmökum sem lausn á sársaukafullu kynlífi,“ skrifar önnur.

Mikil reiði ríkir meðal kvennanna og þeim finnst þær hafa verið notaðar sem tilraunadýr fyrir framleiðanda netanna. Sambærileg dómsmál hafa verið höfðuð gegn Johnson & Johnson í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada.

Um þrjár til fjórar aðgerðir við blöðru-, leg og endaþarmssigi, þar sem net eru notuð, eru gerðar hér á landi á ári hverju. Þá er, að sögn Kristínar, búið að reyna alla aðra möguleika. Netin frá Johnson & Johnson voru notuð á Íslandi um árabil en þeim var skipt út fyrir nokkrum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...