„Við munum ekki gefast upp“

þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að ...
þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að óbreyttu sendar úr landi. Samsett mynd

„Þeirra sterkasta von er að einhver grípi inn í málið núna og hreinlega stöðvi þessar brottvísanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólks á Íslandi, um stöðu tveggja stúlkna, hinnar 11 ára gömlu Haniye Maleki  og 8 ára gömlu Mary, sem vísað verður úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar á næstu dögum.

Samtökin, ásamt vinum og velunnurum stúlknanna og fjölskyldna þeirra, hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem brottvísun þeirra verður mótmælt.

„Við erum að enn að reyna að gera allt og munum reyna að gera allt sem við mögulega getum til að koma í veg fyrir það þetta. Þau eru búin að reyna nánast öll lagaleg úrræði sem standa hælisleitendum til boða á Íslandi. Hvort það verði einhver breyting þarna á, ég veit það ekki. Ég er ekki mjög bjartsýn á þessum tímapunkti. Það er hins vegar á hreinu að við munum ekki gefast upp. Við munum ekki hætta fyrr en við sjáum á eftir þeim upp í flugvél og munum jafnvel reyna að halda áfram eftir það,“ segir Sema.

Á leið upp í vél á næstu dögum

Eins og staðan er í dag verður Haniye send ásamt fötluðum föður sínum aftur til Þýskalands, þaðan sem þau komu, en í versta falli verða þau send til Afganistan. Haniye er fædd á flótta og því ríkisfangslaus. Hún fór tvisvar yfir Miðjarðarhafið á slöngubát í baráttunni fyrir lífi sínu og betri framtíð. Hún þjáist af alvarlegum andlegum veikindum sem hún þarf nauðsynlega aðstoð við að vinna úr og er því metin í „sérstaklega viðkvæmri stöðu“ af yfirvöldum.

Mary ásamt foreldrum sínum, Sunday og Joy.
Mary ásamt foreldrum sínum, Sunday og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er auðvitað ekki það hræðilegasta sem gæti gerst að þau verði send til Þýskalands, en það er gríðarlegur aðstöðumunur fyrir flóttafólk á Íslandi og í Þýskaland. Í lok síðasta árs voru til dæmis 430 þúsund umsóknir um hæli óafgreiddar í Þýskalandi. Þau fara bara í þá röð. Þau fara aftur í flóttamannabúðir, en þar fékk Haniye ekki að ganga í skóla. Hún var ein í flóttamannabúðunum á meðan faðir hennar var á spítala.“

Mary verður vísað úr landi og send til Nígeríu ásamt foreldrum sínum, Sunday og Joy, en líkt og Haniye er Mary fædd á flótta og hefur því aldrei búið í Nígeríu. Faðir hennar flúði pólitískar ofsóknir í landinu áður en hún fæddist og kynnist móður hennar á flótta. Joy var fórnarlamb mansals á Ítalíu, þar sem þau voru áður en þau komu til Íslands.

„Þessi ákvörðun er óásættanleg og það er hægt ekki taka þeirri ákvörðun þegjandi og hljóðalaust að það sé komið svona fram við börn sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir Sema. Hún er sár yfir því að ekkert hafi heyrst frá yfirvöldum vegna mála stúlknanna. „Það hryggir mig mjög að við höfum nánast ekki fengið nein viðbrögð frá yfirvöldum eða stjórnvöldum þessa síðustu daga sem vakin hefur verið athygli á stöðu þessara stúlkna. Við erum að tala um stúlkur sem eru á leið upp í vél á næstu dögum, þannig við erum í kappi við tímann.“

Gjá á milli almennings og yfirvalda

Þrátt fyrir að viðbrögð stjórnvalda hafi verið lítil sem engin, á það sama ekki við um almenning. Sema segir ljóst að fólki sé misboðið vegna þessarar ákvörðunar. Það endurspeglist meðal annars í umræðunni á samfélagsmiðlum og áhuganum á mótmælunum. „Viðbrögðin við þessari ákvörðun eru gríðarleg. Það er mikil reiði. Fólki er misboðið og er gríðarlega ósátt við að það sé verið að rífa þessar tvær ungu stúlkur út úr því öryggi og friði sem þær hafa fundið hér á landi.“

Yfir þúsund manns hafa skráð sig til mætingar á mótmælin á morgun, sem hefjast klukkan 15, og yfir tvöþúsund hafa sýnt honum áhuga. „Það er til marks um þessa reiði sem er í garð yfirvalda vegna þessarar ákvörðunar. Þetta sýnir skýrt þessa gjá sem er á milli yfirvalda, sem taka ákvarðanir í þessum málum, og almennings sem hefur aftur og aftur sýnt að hann vilji að það sé tekið betur á móti fólki á flótta. Að hér sé fórnarlömbum stríðs og átaka veitt vernd og skjól.

Hanyie Maleki og faðir hennar í afmælisveislunni á Klambratúni.
Hanyie Maleki og faðir hennar í afmælisveislunni á Klambratúni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Sema segir alþjóðasamfélagið vera að horfa upp á stöðu í málefnum flóttafólks sem við höfum aldrei upplifað áður. „Gríðarlegur mikill fjöldi þeirra sem eru á flótta eru börn og þau eru í mjög viðkvæmri stöðu sem börn. Að við skulum ekki standa vörð um réttindi og mannúð í kringum börnin er sorglegt. Við höfum öll tækifærin til þess.“

Hér fá þær tækifæri til að vera börn

Stúlkurnar báðar eiga marga velunnara hér á landi sem hafa myndað við þær tengsl, en skemmst er að minnast þess að um 300 manns mættu í afmælisveislu Haniye sem slegið var upp á Klambratúni í byrjun ágúst. „Þær eru búnar að vera hérna í langan tíma. Þær eiga vini og ganga í skóla. Mary gengur í skóla í fyrsta skipti á ævinni. Auðvitað misbýður fólki að það sé verið að fara að rjúfa þessi tengsl sem þær hafa myndað. Þetta eru börn sem hafa aldrei fengið að vera börn. Hér hafa þau hins vegar tækifæri til þess og það er óskiljanlegt að þær fái ekki það tækifæri, eins og önnur börn.“

Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið gott fólk í lið með sér til að flytja ræður, ljóð og tónlist. „Við ætlum að biðja fundinn að samþykja þá kröfu að yfirvöld falli frá fyrri ákvörðunum sínum um brottvísun þessara stúlkna og veiti þeim vernd á Íslandi. Ég trúi ekki öðru en að fundurinn samþykki þá kröfu,“ segir Sema að lokum.

mbl.is

Innlent »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Umferðaröngþveiti á Mosfellsheiði

15:04 Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Mikið vatn soðið og flöskum dreift

15:01 „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjartadeildar Landspítalans, um ástandið sem myndaðist eftir að starfsfólk spítalans var beðið um að sjóða allt neysluvatn á spítalanum. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

14:55 „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

Óvissustig vegna snjóflóða í gildi

14:39 Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn þá lokaður vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að hægt verði að opna hann í bráð. Meira »

Sáum strax að flugstöðin er sprungin

14:33 Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...