Kominn tími á aðgangsstýringu

Við Öxarárfoss. Með nýrri stefnumótun verða innviðir efldir.
Við Öxarárfoss. Með nýrri stefnumótun verða innviðir efldir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er kominn tími á aðgangsstýringu og umferðarstjórnun á Þingvöllum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að hugsanlega þurfi fyrirtæki í ferðaþjónustu í framtíðinni að sækja um ákveðinn tíma fyrir hópa sína til að fá að ferðast um innan þjóðgarðsins.

Ólafur segir að umferðin hafi margfaldast síðustu ár og yfir vetrarmánuðina sé hún svipuð núna og var áður að sumarlagi.

Í drögum að nýrri stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn er gert ráð fyrir að rafskutlur eða önnur umhverfisvæn farartæki leysi bíla af hólmi að miklu leyti á svæði frá Valhöll að þjónustumiðstöðinni. Þá er gert ráð fyrir nýrri þjónustumiðstöð ofan Stekkjargjár austan við Öxarárfoss. Í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis á næsta ári verður óskað eftir stuðningi og fjármagni til að opna nýja gönguleið inn í þinghelgina niður í Stekkjargjá skammt frá Öxarárfossi, að því er fram kemur í samtalinu við hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert