Laun Dags hækka um 150 til 200 þúsund kr.

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Laun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra munu hér eftir taka breytingum til samræmis við launavísitölu í stað þess að taka mið af launum forsætisráðherra eins og verið hefur um áratuga skeið.

Þetta felur það í sér að laun borgarstjóra, sem eru nú um 1,5 milljónir króna, verða nálægt 1,7 milljónum króna og hækka um liðlega 10% í stað þess að hækka í rúmlega tvær milljónir, um 35%, eða um hálfa milljón á mánuði eins og úrskurður kjararáðs gerði ráð fyrir.

Borgarstjóri ákvað í nóvember í fyrra að laun hans hættu að taka breytingum í samræmi við hækkun á launum forsætisráðherra, en kveðið var á um slíkar breytingar í ráðningarsamningi borgarstjórans. Í bréfi sem hann ritaði deildarstjóra kjaradeildar borgarinnar um síðustu mánaðamót kemur fram að hann hafi ákveðið þessa breytingu í nóvember í fyrra til þess að veita Alþingi svigrúm til þess að grípa inn í niðurstöðu kjararáðs.

Afsalaði sér 500 þúsund kr.

Í bréfinu afsalar borgarstjóri sér þeirri launahækkun sem forsætisráðherra fékk og var um 500.000 krónur á mánuði og óskar eftir því að laun hans taki framvegis breytingum til samræmis við launavísitölu, rétt eins og laun borgarfulltrúa, en sú breyting var ákveðin á kjörum þeirra á fundi borgarstjórnar 4. apríl sl. „Þar var ákveðið að grunnlaun borgarfulltrúa taki framvegis breytingum til samræmis við launavísitölu. 

Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og að launin yrðu uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Breytingin sjálf var miðuð við 1. nóvember 2016,“ segir orðrétt í bréfi borgarstjóra. 

Vöktu sterk viðbrögð

„Eins og kom fram í nóvember síðastliðnum ákvað ég að þiggja ekki sömu launahækkun og forsætisráðherra, þrátt fyrir ákvæðið í ráðningarsamningi mínum um að laun borgarstjóra miðuðust við laun forsætisráðherra, vegna þess að ég vildi gefa Alþingi svigrúm til þess að grípa inn í niðurstöðu kjararáðs og endurskoða þá miklu hækkun launa æðstu ráðamanna sem vöktu sterk viðbrögð hjá fleirum en mér í samfélaginu. Af því varð ekki, og þess vegna hef ég nú skrifað kjaradeild bréfið sem þú vitnar í,“ sagði Dagur í samtali við Morgunblaðið í gær. 

Fær liðlega 10% hækkun

Spurður hvað þetta þýddi fyrir hann í krónum og aurum sagði borgarstjóri: „Kjaradeild hefur það hlutverk að reikna það nákvæmlega, en til að gefa hugmynd um það er þetta þannig að í stað þess að laun mín hækkuðu um 500 þúsund krónur á mánuði, eða um 35%, eins og laun forsætisráðherra gerðu í nóvember í fyrra, er ég með viðmiði við launavísitöluna að fá liðlega 10% hækkun, eitthvað á milli 150 og 200 þúsund króna launahækkun.“ 

Fjórum milljónum lægri

„Yfir tímabilið til loka kjörtímabilsins þýðir þetta því að laun borgarstjóra eru að minnsta kosti um fjórum milljónum króna lægri en þau ættu að vera ef viðmiðið við forsætisráðherra hefði ekki verið tekið úr sambandi. Laun mín eru þannig að hækka í samræmi við almenna launaþróun í landinu eins og laun borgarfulltrúa gerðu í apríl síðastliðnum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að endingu.

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

Í gær, 12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Í gær, 12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...