Danir sigursælir í Tour of Reykjavík

Alexander Bojsen náði fyrsta sæti í 60 km keppni karla …
Alexander Bojsen náði fyrsta sæti í 60 km keppni karla og Michelle Lauge Quaade varð fyrst kvenna. Þau koma bæði frá Danmörku. Ljósmynd/ÍBR

Hjólreiðakeppninni WOW Tour of Reykjavik 2017 er lokið. Í dag var hjólað úr Laugardal niður í miðbæ og í kringum Tjörnina um 20 km leið. Þátttakendur hjóluðu annarsvegar 20 km og hinsvegar 60 km eða þrjá 20 km hringi í dag en 125 km í gær.

Í 60 km keppni karla voru Danir í þremur efstu sætunum.  Alexander Bojsen í 1.sæti, Tobias Mörch í 2.sæti og Jeppe Hanssing í 3.sæti. Jeppe var í 1.sæti í 125 km keppninni í gær og sigraði í dagleiðunum tveimur samanlagt. Lið hans Team ACR-FBL Powered by Integra Advokater sigraði einnig liðakeppni karla. Í 4.sæti í 60 km keppni karla og fyrstur Íslendinga var Rúnar Karl Elfarsson, að því er segir í tilkynningu frá ÍBR.

Tobias Mörch varð í öðru sæti, Alexander Bojsen í fyrsta …
Tobias Mörch varð í öðru sæti, Alexander Bojsen í fyrsta sæti og Jeppe Hanssing í því þriðja. Ljósmynd/ÍBR

Michelle Lauge Quaade frá Danmörku var fyrst í 60 km keppni kvenna en hún sigraði líka í 125 km keppninni í gær og því einnig sigurvegari í báðum dagleiðunum samanlagt. Í öðru sæti í 60 km var liðsfélagi hennar Johanne Marie Marcher og í þriðja sæti Erla Sigurlaug Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélaginu Tindi. Í liðakeppni kvenna sigraði kvennalið Tinds.

Johanne Marie Marcher hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki, Michelle …
Johanne Marie Marcher hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki, Michelle Lauge Quaade efst og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir náði þriðja sæti. Ljósmynd/ÍBR

Hluti af 60 km keppninni í dag var svokallaður Tjarnarsprettur en sigurvegarar í þeirri keppni voru þau sem hjóluðu hraðast í kringum Tjörnina. Hraðast konan var Johanne Marie Marcher og hraðasti karl Alexander Bojsen.

Nánari úrslit WOW Tour of Reykjavik 2017 má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert