„Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar“

mbl.is/Eggert

Hjónaskilnaður er skilgreindur sem áfall fyrir alla sem í hlut eiga, hjónin sjálf, börn þeirra og í raun fjölskylduna alla, segir Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Loforð, ný, leikin íslensk sjónvarpsþáttaröð fyrir alla fjölskylduna sem RÚV hóf sýningar á um síðustu helgi, hefur vakið nokkurt umtal, en þar segir frá „ósköp venjulegum krökkum í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja,“ eins og segir í dagskrárkynningu.

Illa staðið að málum ...

Í upphafi fyrsta þáttar upplýsa foreldrarnir börn sín tvö um skilnaðinn. Faðirinn hefur orðið og kemur sér, eftir langa mæðu, að efninu. Nefnir að oft á tíðum sé mjög illa staðið að svona málum gagnvart börnum og þess vegna hafi þau viljað einbeita sér að því að gera þetta rétt. Og flytur börnum sínum þennan boðskap, reyndar áður en hann kemur sér að því að segja berum orðum hvað sé í gangi: „Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar!“

Er það svo? Getur hjónaskilnaður einhvern tíma ekki haft nein áhrif á börnin? Stysta svarið við því er: nei.

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur segir mjög mikilvægt að upplýsa börnin þegar ákvörðunin hefur verið tekin en ekki láta þau verða vitni að vangaveltum í þá veru áður en foreldrarnir ákveða sig.

„Best er að útskýra það stutt og hnitmiðað hver staðan er; að foreldrarnir séu að skilja og síðan er mikilvægt að geta svarað spurningum frá börnunum því oftast er margt sem þau vilja vita,“ segir hún.

„Eftir að barni er tilkynnt um skilnað getur það spurt skringilegra spurninga en oftast um einfalda, praktíska hluti. Þá er mikilvægt að svara, en hins vegar ekki trufla barnið því með því að tala um skilnaðinn aftur að fyrra bragði.“

Algengar spurningar eru: Hvað verður um mig? Hvar á ég að búa? Þarf ég að skipta um skóla? Barn veltir oft fyrir sér hvort það missi vinina og hvort mikið rask verði á högum þess strax í kjölfar skilnaðar.

Soffía Elín leggur áherslu á að mjög mikilvægt sé að segja börnunum satt þótt óþarfi sé að segja allt; best sé að ákveðin mörk séu á því hversu mikill hluti börnin séu af sambandi foreldra sinna. „Til dæmis er ekki gott að segja nákvæmlega frá því hvort annaðhvort foreldrið hafi gert eitthvað slæmt eða þess háttar og forðast skal að ræða neikvætt við börnin um hitt foreldrið.“ Það sé eitt hið versta sem foreldri geti gert við þessar aðstæður. „Hin manneskjan er enn foreldri barnsins og með slíku tali er í raun bara verið að rífa barnið niður.“

Þá segir Soffía Elín afar mikilvægt að passa að börnin líti ekki svo á að þau séu ástæða skilnaðar.

Eitt sem þarf að hafa í huga, segir Soffía Elín, er að tilkynna kennurum og íþróttaþjálfurum hvernig komið er. „Þeir sem koma mest að daglegu lífi barnsins verða að vita að breytingar verði á hegðun og líðan barnsins. Þetta á reyndar bæði við um börn og unglinga.“

Rútína skiptir börnin miklu máli, segir Soffía Elín; að ákveðnir hlutir séu í sem föstustum skorðum. Þess vegna sé mikilvægt að foreldrar hugi að því hvernig næstu dagar verði eftir að tilkynnt er um skilnað. „Mikilvægt er að segja börnunum að foreldrarnir séu áfram foreldrar þótt þeir búi ekki saman og miklu skiptir að foreldrar geti átti í átakalausum samskiptum við uppeldi barnanna, að þeir rífist ekki eða eigi í sem minnstum átökum fyrir framan börnin, bæði fyrir og eftir skilnaðinn, og að börnunum líði ekki illa þegar báðir foreldrar eru á staðnum, til dæmis þegar verið er að sækja barn eða skila því.“

Stundum léttir

Fullvissa þarf börnin um að foreldrarnir hverfi ekki þótt þeir skilji en auðvitað er ýmislegt mjög misjafnt eftir fólki, segir Soffía Elín. „Aðstæður eru stundum þannig að börn finna til léttis í kjölfar skilnaðar; hann er þó alltaf áfall og minning verður alltaf til um augnablikið þegar barni er sagt frá. En hafi barn búið við mikil átök og rifrildi getur það verið léttir að sá stormasami tími sé á enda.“

Soffía Elín segir nauðsynlegt að hafa í huga að þegar allt er komið í fastar skorður á ný; húsnæðismál og hvaðeina í daglegu lífi, komi stundum fram streitueinkenni, bæði hjá börnum og foreldrum. „Þá myndast svigrúm til að ákveðnar tilfinningar komi fram og ekki er óeðlilegt að barnið sé ekki alveg eins og það á að sér. Þó að þessum kafla sé lokið er málinu ekki lokið tilfinningalega.“

Innlent »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...