„Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“

Raforkustrengir. Notaði landinn kol, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem ...
Raforkustrengir. Notaði landinn kol, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem eru dýrari jarðvarma- og vatnsorkunni, þá væru þeir líklega ekki notaðir í sama magni. mbl.is/RAX

Ef þungaiðnaður á Íslandi væri knúinn áfram með kolabrennslu, þá þyrfti landið að kaupa viðlíka magn af kolum og Kólumbía gerir og kostnaðurinn við slíkt myndi nema um 500 milljón dollurum á ári.

Þetta segir doktor Reynir Smári Atlason, lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU). Hann hefur í félagi við Rúnar Unnþórsson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, vakið athygli á því í fagtímaritinu Geothermics að Orkustofnun ofmeti sparnað Íslendinga af útblæstri gróðurhúsalofttegunda þar sem við notumst við endurnýjanlegar auðlindir en ekki olíu og kol líkt og fjöldi annarra þjóða.

„Það er alveg ljóst að við myndum aldrei kaupa kol í þessu magni,“ segir Reynir Smári. „Orkustofnun gerir í sínum útreikningum ráð fyrir því að notkunin væri sú sama ef rafmagnið væri einungis framleitt með jarðefnaeldsneyti.“

Sparnaðurinn ofáætlaður um 40%

Neyslumynstur þjóðarinnar endurspeglar hins vegar að hans mati aðgengi þjóðarinnar af ódýrri orku. Íslendingar noti meiri orku en margar aðrar þjóðir, af því að þeir hafa aðgang að ódýrari orku. Samkvæmt útreikningum þeirra Rúnars þá ofáætlar Orkustofnun sparnaðinn á koltvísíringsígildum vegna notkun landsmanna af umhverfisvænni orku um ein 40%.

Reynir Smári Atlason.
Reynir Smári Atlason. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Reynir Smári segist ekki vera að skjóta á stofnunina, enda sé óumdeilt að með vatns- og jarðhitaorkunni megi draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Sparnaðurinn sé hins vegar ekki jafn mikill og Orkustofnun hefur áætlað.

„Ég er umhverfis- og auðlindafræðingur og sá þessar tölur frá Orkustofnun af einskærri forvitni. Mér fannst eiginlega of gott til að vera satt hjá þeim hversu rosalega mikill sparnaðurinn var. Þannig að ég hringdi í Orkustofnun og spurði þá út í aðferðafræðina sem þeir nota til að reikna þetta út og þá kom í ljós að þeir gera ekki ráð fyrir öðrum neysluvenjum Íslendinga.“

Notaði landinn hins vegar kol, olíu, gas eða aðra sambærilega orkugjafa sem eru dýrari jarðvarma- og vatnsorkunni, þá væru þeir hins vegar líklega ekki notaðir í sama magni.  

Raunhæft að notkunin væri svipuð og í Bretlandi og Tékklandi

Reynir Smári segist því hafa sett upp nokkrar sviðsmyndir  af því hver staðan væri  ef Íslendingar hefðu ekki vatns- og jarðhitaorku. Hann segist telja þá raunhæfustu vera þá sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir að Íslendingar hefðu ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatnsafnlið.

„Við bárum okkur saman við tölur frá Bretlandi og Tékklandi, því að hitastig þar er svipað og hér á landi og því getum við ímyndað okkur að orkunotkun við kyndingu og kælingu yrði svipuð. Þetta gefur til kynna að Orkustofnun ofáætli sparnaðinn gríðarlega. Með þessum útreikningi er sparnaðurinn yfir árabilið 1969-2014 á bilinu 204-277 milljón tonn af CO2 ígildum í stað 342 milljón tonnanna sem Orkustofnun gerir ráð fyrir,“ útskýrir Reynir Smári.

„Samkvæmt þessu ofáætla þeir sparnaðinn því um allt að 100 milljón tonn yfir þetta tímabil, með þvi að gera ráð fyrir að hér væri þungaiðnaður, 120 sundlaugar og svo fram eftir götunum jafnvel þó að þetta væri allt knúið áfram með kolum, sem er svolítið einföld nálgun.“

Hann bætir við að 204-277 milljón tonn sé engu að síður gríðarlega mikill sparnaður. 

Aðrir vitna í tölurnar

Hann hefur látið Orkustofnun vita af birtingu greinarinnar. „Ég sendi þeim hana daginn áður en hún var birt og þeir svöruðu og þökkuðu fyrir,“ segir Reynir Smári. Útreikningunum á vef Orkustofnunnar hefur þó ekki verið breytt í kjölfarið.

„Þetta er kannski ekki þeirra styrkur, þeir hafa bara leikið sér með þessar tölur og sett á netið. Síðan er hins vegar verið að vitna í þessar tölur á ýmsum stöðum og þannig er þetta farið að vinda aðeins upp á sig, jafnvel þó að tölurnar séu fjarri lagi.

Ég man t.d. eftir að hafa heyrt vitnað í þær á jarðvarmaráðstefnu sem var haldin hér í hitteðfyrra og þá var viðtal við forstjóra Landsvirkjunar sem var að vísa í þessar tölur.“

Nesjavallavirkjun. Reynir Smári segir raunhæfustu sviðsmyndina vera þá þar sem ...
Nesjavallavirkjun. Reynir Smári segir raunhæfustu sviðsmyndina vera þá þar sem gert er ráð fyrir að Íslendingar hafi ekki aðgang að jarðvarma, en gætu enn notað vatnsafnlið. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Innlent »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

Í gær, 18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...