Litlu áorkað og reglum ekki fylgt

Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í ...
Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í sumar. Búið er að gera við neyðarlúguna. mbl.is/Golli

Árið 2014 var 68% skólps frá þéttbýlum hreinsað með eins þrepshreinsun, tvö% með tveggja þrepa og eitt% með frekari hreinsun en tveggja þrepa. Aftur á móti var 24% skólpsins ekkert hreinsað og ekki er vitað hvernig 5% þess var hreinsað eða hvort það hefði yfirleitt fengið nokkra hreinsun. 

Annars staðar á landinu skortir t.d. hreinsun á öllum stærri fráveitum (með yfir 2.000 p.e.) í þéttbýli á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra en uppfærðar upplýsingar vantar um stöðu á hreinsun skólps á Vesturlandi. Þetta kemur fram í samantekt um stöðu fráveitumála á Íslandi árið 2014 sem Umhverfisstofnun vann.   

Af því skólpi sem myndaðist í þéttbýli á landinu var 94% losað í sjó, 5% í ár og stöðuvötn og 1% í ármynni eða grunnvatn. Af því skólpi sem var talið hreinsað með eins þreps hreinsun var um 84% hreinsað í sameiginlegum hreinsistöðvum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við Ánanaust og Klettagarða. Um er að ræða tæplega 60% þess skólps sem verður til í landinu. Segir jafnframt í skýrslunni. 

Ekki farið eftir reglugerðum

„Niðurstöður skýrslunnar benda til að fremur litlu hafi verið áorkað í fráveitumálum síðan síðasta stöðuskýrsla var gefin út árið 2010 og mikið hafi vantað upp á að ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp væru uppfyllt. Það fyrirkomulag sem stuðst er við í dag hefur ekki skilað þeim tilætlaða árangri sem krafist er í lögum og reglugerðum.“ Þetta kemur fram í skýrslunni. 

Sýni ekki tekin nægilega oft

Hreinsistöðvar sinna ekki nægilega reglubundnu eftirliti. Rétt framkvæmd sýnataka og nægilegur fjöldi mælinga er nauðsynlegur til að skera úr um hvort tiltekin hreinsistöð nær þeim árangri sem að var stefnt.

„Samantektin leiddi í ljós að  losunarmælingar voru almennt ekki gerðar í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp og því erfitt að draga ályktanir um hvort hreinsivirki séu í raun að skila þeim árangri sem þeim var ætlað.“ Í samantekinni er vísað til nýlegrar skýrslu sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem er m.a. rekstraraðili tveggja helstu hreinsistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Í henni kemur fram að mælingar í hreinsistöðvunum við Ánanaust og Klettagarða eru ekki jafn tíðar og ákvæði reglugerðar mæla fyrir um.

Uppfært kl 17:35: Eftir að skýrslan og fréttin voru birt vilja Veitur koma því á framfæri að ekki séu um að ræða aðeins fjögur sýni sem tekin voru á ári, heldur hefði verið farið í fjórar ferðir til að taka sýni og samtals meira en 50 sýni tekin í þau skipti.

Skýra ábyrgðaskiptingu og fjármögnun

Í skýrslunni eru bent á úrbætur sem þyrfti að fara í. Það eru meðal annars bent á að skýra þurfi ábyrgðarskiptingu milli sveitarfélaga sem rekstraraðila fráveitna, fyrirtækja, heimila í dreifbýli og eftirlitsaðila þ.e. heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar. 

Einnig verður farið í átak í því að að fá sveitarfélög til að sækja um starfsleyfi til viðkomandi heilbrigðisnefndar. Tryggt verði að heilbrigðisnefndir gefi út starfsleyfi þar sem þau eru ekki fyrir hendi og að starfsleyfishafi sinni innra eftirliti og eftir atvikum vöktun viðtaka. „Ef með þarf beiti heilbrigðisnefndir þvingunarúrræðum til að tryggja að aðilar uppfylli skyldur sínar.“ segir ennfremur. 

Í skýrslunni kemur fram að flutningsaðilar og  móttöku-  og meðferðaraðilar seyru  virðast ekki allir hafa haft starfsleyfi heilbrigðisnefnda auk þess sem aðeins 10% safnræsa og 21% hreinsistöðva höfðu starfsleyfi. 

mbl.is

Innlent »

Byssumaðurinn var á reynslulausn

16:14 Karl­maður sem var hand­tek­inn á Sval­b­arðseyri aðfaranótt laug­ar­dags eft­ir að hann ógnaði fólki með pinna­byssu var á reynslu­lausn þegar málið kom upp. Hann var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í dag sem úr­sk­urðaði að maður­inn skyldi færður á ný í fang­elsi til að afplána eft­ir­stöðvar dóms síns. Meira »

Engar skýringar á auknum fíkniefnaakstri

15:56 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engar skýringar á auknum akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna, segir aðalvarðstjóri umferðardeildar í samtali við mbl.is. 163 slík brot voru skráð hjá lögreglunni í júní sem er metfjöldi í einum mánuði síðan samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Viðurkenndi að hafa veist að eiginkonunni

15:25 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með alvarlegum hætti ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða 18. júlí, en brotið átti sér stað 24. maí. Meira »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

15:20 „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Hraðakstur í meðallagi í Mosfellsdal

15:04 Hraðamælingar lögreglu í Mosfellsdal sl. 2 ár benda ekki til þess að hraðakstur sé áberandi mikill á Þingvallavegi. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hraði ökumanna á veginum verið mældur með sérstökum hraðamælingabíl lögreglunnar og samkvæmt mælingunum er svonefnt brotahlutfall í meðallagi. Meira »

Einstaklingar geti aðeins keypt jarðir

14:26 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

14:21 Konan sem lést í bílslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal á laugardaginn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Meira »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »