Pysjuheimsmetið frá 2015 fallið

Lundapysja sem var sleppt við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Í Vest­manna­eyj­um …
Lundapysja sem var sleppt við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Í Vest­manna­eyj­um er hefð fyr­ir því að börn komi pysj­un­um til bjarg­ar, setji þær í pappa­kassa og sleppi þeim síðan í sjó­inn næsta dag. mbl.is/Ingvar A. Sigurðsson

Komið var með 363 lundapysjur í vigtun í Sæheima í Vestmannaeyjar í gær, en þar með er heimsmetið frá árinu 2015 fallið, en alls hafa nú 3896 pysjur hafa verið vigtaðar í ár að því er segir á vef Eyjafrétta.

Mbl.is greindi frá því um helgina að það stefndi í að metið frá 2015 yrði slegið. „Þetta er aðeins að minnka en það er hell­ing­ur að ger­ast ennþá. Ég reikna með að þetta gæti staðið fram í miðjan októ­ber,“ var haft eftir Erp­i Snæ Han­sen hjá Nátt­úru­fræðistofu Suður­lands.

Í Vest­manna­eyj­um er hefð fyr­ir því að börn komi pysj­un­um til bjarg­ar, setji þær í pappa­kassa og sleppi þeim síðan í sjó­inn næsta dag. Pysj­urn­ar, sem hafa ekki fylli­lega náð taki á flug­inu, eiga á hættu að verða kött­um, bíl­um eða mönn­um að bráð eða deyja úr hungri í bæn­um. 

Á vef Eyjafrétta segir að enn sé að finnast hellingur af pysjum, þannig að spennandi verði að sjá hver lokatalan verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert