Þurrkar út hagnað bænda

Kýr á Mýrum í sumarsælu.
Kýr á Mýrum í sumarsælu. mbl.is/RAX

Margir bændur á Íslandi stefna að óbreyttu í hallarekstur vegna samkeppni við stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum.

Þetta er mat Vífils Karlssonar hagfræðings, sem hefur áætlað áhrifin á íslenska bændur af að auka tollfrjálsa kvóta á landbúnaðarvörur. „Þetta mun þurrrka út hagnað margra bænda. Hagnaður þeirra er enda gjarnan lágt hlutfall af veltu,“ segir Vífill um stöðu bænda.

Fram kom í greiningu Vífils fyrir Bændasamtök Íslands að tekjur bænda af nautakjöti kynnu að minnka um allt að 14,2% vegna aukinna tollfrjálsra kvóta frá ríkjum ESB. Þá gætu tekjur svínaræktenda dregist saman um allt að 16,2%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni  í Morgunblaðinu í dag.

Vífill Karlsson vann haustið 2015 minnisblað fyrir Bændasamtökin um áhrif samninga Íslands við ESB um landbúnaðarafurðir. Samningarnir fólu meðal annars í sér aukna innflutningskvóta.

Fjallað hefur verið um kvótana í Morgunblaðinu að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum mun tollfrjáls innflutningskvóti á nautakjöti aukast um 596 tonn en kvóti á svínakjöti aukast um 500 tonn. Þá muni kvóti á alifuglakjöti aukast um 656 tonn. Alls eru þetta 1.752 tonn.

Áformað er að aukningin taki gildi í nokkrum skrefum á næstu árum. 

Allt að 16,2% samdráttur

Vífill setti niðurstöðurnar í minnisblaðinu fram í fjórum sviðsmyndum; A, B, C og D.

Samkvæmt þeim myndu tekjur íslenskra bænda af kindakjöti lækka um 0,5%-1% og tekjur af nautakjöti um 1,5%-14,2%. Þá myndu tekjur bænda af hrossakjöti lækka um 2%-3,9% og tekjur af svínakjöti um 11,2%-16,2%. Tekjur af alifuglakjöti myndu lækka um 5%-11,2% og tekjur af osti um 4,7%-8,7%.

Vegna mikillar styrkingar krónunnar telur Vífill tekjurnar geta dregist meira saman en áætlað var.

Fram kom í minnisblaðinu að verð á innfluttu kjöti og ostum innan innflutningskvóta gæti lækkað um 9%-18%. Gert var ráð fyrir að breyting á útsöluverði hefði tilsvarandi áhrif á skilaverð til bænda. Bent var á að lambakjöt væri miklu næmara fyrir verðbreytingum annarra kjötvara en eigin verðbreytingum. Ekki var lagt mat á áhrif breytinganna á framleiðslukostnað bænda.

Fastur kostnaður vegur þungt

Vífill segir aðspurður að skipta megi framleiðslukostnaði búgreina í fastan og breytilegan kostnað.

„Auðvitað lækkar kostnaðurinn eitthvað þegar salan minnkar. Hins vegar má ætla að fasti kostnaðurinn sé býsna hár í mörgum búgreinum. Heildarkostnaðurinn myndi því ekki lækka svo mikið þótt salan minnki. Kostnaður bænda af mannvirkjum, landi og lánum er óbreyttur þótt salan minnki. Við fyrstu sýn eru þetta alvarlegar fréttir fyrir þessar greinar. Menn gætu farið hressilega undir núllið,“ segir Vífill og vísar til mögulegrar tekjuskerðingar hjá bændum vegna aukins innflutnings. 

Neyslan eykst ekki til jafns

Spurður hvort aukin sala á kjöti og osti á Íslandi geti vegið upp áhrif aukins innflutnings á innlenda framleiðslu segir Vífill að verðteygnin sé ekki svo mikil. Það er hugtak sem lýsir áhrifum verðs á neyslu.

„Neytendur munu ekki auka neyslu sína svo mikið að innlendum framleiðendum verði bætt upp sú skerðing sem þeir verða fyrir vegna innflutningskvótans. Jafnvel þótt verð á kjöti lækki um 10%-20% mun neyslan ekki aukast sem því nemur. Næmi neytenda fyrir verðlækkunum er ekki nógu mikið til að vega upp aukinn innflutning í magni,“ segir Vífill.

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...