Brottvísun frestað í máli Haniye

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir útlendingalöggjöfina vera í stöðugri endurskoðun. mbl.is/Eggert

Brottvísun afgönsku feðginanna, Abra­him og Hanyie Maleki, verður væntanlega frestað frameftir septembermánuði. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. Greint var frá því í gær að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði farið þess á leit við Útlend­inga­stofn­un að brott­vís­un yrði frestað og segir ráðherra það gert af því að málsaðilar séu að nýta sér lögbundna heimild í lögum til að óska eftir frestun.

„Nú er verið að nýta síðasta úrræðið í málinu, sem er sjálfsagt að menn nýti sér, og það er að óska eftir frestun í því augnamiði að bera málið mögulega undir dómstóla,“ segir Sigríður. „Þessari tilteknu brottvísun verður því frestað eitthvað fram eftir september til að gefa kærunefndinni kost á að skoða þetta miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Þetta er allt lögum samkvæmt og ágætt að menn fái þá færi á að skoða málið betur.“

Þarf að skýra og skerpa útlendingalöggjöfina

Greint var frá því í gær að þingflokkur Bjartrar framtíðar hyggist leggja fram frumvarp um breytingu á ítlendingalöggjöfinni sem snúi fyrst og fremst að stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu.

„Ég hef alltaf sagt við þingmenn sem eru í þeirri stöðu að telja brotalöm á löggjöf að þeim sé í sjálfsvald sett að leggja fram frumvörp ef þeir telja það málinu til framdráttar, en ég hef líka boðið þeim að koma að máli við mig um breytingar á hvaða lögum sem er,“ segir Sigríður.

þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að ...
þær Mary 8 ára og Haniye 11 ára verða að óbreyttu sendar úr landi. Samsett mynd

Þetta eigi við um útlendingalöggjöfina eins og önnur lög. Löggjöfin sé nýsamþykkt en það liggi fyrir að hún hafi verið í stöðugri endurskoðun. „Menn hafa rekið sig á í framkvæmd að það þarf að skýra og skerpa á löggjöfinni og ég hef upplýst þingmenn um að sú vinna sé í gangi.“ Sigríður kveðst munu leggja fram breytingar á útlendingalöggjöfinni á næstu vikum og hún hafi hvatt menn til að koma til sín  ábendingum vegna þessa. „Hvort að ég geti fallist á þær tillögur og gert að mínum og ríkisstjórnarinnar á eftir að koma í ljós.“

Tilfinningalega erfitt fyrir marga þingmenn

Sigríður segir nokkra þingmenn hafa sett sig í samband við sig vegna máls þeirra Haniye og nígerísku stúlkunnar Mary og fjölskyldu hennar. „Ég heyri að þetta er tilfinningalega mjög erfitt fyrir marga þingmenn, en ég heyri samt líka á þeim að þeir átta sig alveg á því hvernig löggjöfin er og þeir átta sig á þeim sjónarmiðum sem þurfa að gilda hérna í stjórnsýslunni um jafnræði aðila. Þeir þingmenn sem ég hef rætt við hafa heldur ekki verið þeirrar skoðunar að það eigi að afgreiða mál einstaklinga inni á þinginu.“ Sigríður hefur sjálf tjáð sig um að hún telji ekki gæfulegt ef stjórnsýslan færist inn á borð löggjafans.

Spurð hvort hún telji ástæðu til að skerpa eitthvað á löggjöfinni út frá málum þeirra Haniye og Mary, segir Sigríður:  „Það eru alveg örugglega eitthvað sem er ástæða til að skerpa á varðandi þessi mál almennt í framtíðinni.“

Því sé hins vegar fjarri að mál eins og þessi séu afgreidd með vélrænum hætti. „Svo nefnd Dyflinarmál hafa til dæmis verið færð í efnismeðferð hér á landi og það er gert eingöngu með hliðsjón af því að um er að ræða börn eða einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Það kann að vera að það þurfi að skerpa á einhverjum skilgreiningum til að hjálpa stjórnsýslunni að geta lagt fyrr mat á stöðu manna,“ útskýrir hún.

„Við eigum líka stöðugt samtal við Útlendingastofnun og fylgjumst með hvernig kærunefndin túlkar úrskurði og ákvarðanir Útlendingastofnunar. Það verður að vera trúverðugleiki í afgreiðslu allra mála. Það er hins vegar eðlilegt að verið sé að skerpa á svo umfangsmikilli löggjöf, en það þarf að gera það eftir leiðum réttarríkisins og þá er til ýmissa sjónarhorna að líta.“

mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...