Endurfjármögnun skuli unnin af bílasala

Á bílasölu.
Á bílasölu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kona að nafni Aldís Björgvinsdóttir, setti nýlega fyrirspurn á Facebook þar sem hún sagðist hafa selt bílinn sinn sjálf í gegnum netið á markaðssíðum á borð við bland.is og Brask og brall á Facebook.

Hún kvað bílinn fjármagnaðan með láni frá Arion banka og að kaupandinn hefði einnig ætlað að fjármagna kaupin á bílnum með láni frá sama banka. Aldís sagði að bankinn hefði svarað því til að ekki væri unnt að ganga frá lánasamningunum nema í gegnum bílasölu sem væri með tölvukerfi frá Arion banka.

„Þannig að ég neyddist til að ganga frá sölunni í gegnum bílasölu og borga 20 þúsund kr. umsýslugjald fyrir það,“ segir Aldís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, og spurði í framhaldinu hvort þessir viðskiptahættir þættu eðlilegir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert