Forréttindi að hafa gaman af vinnunni

Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ...
Vinnan er ástríða Ásthildar. Hún hefur í starfi sínu þróað ýmsar leiðir til þess að hjálpa börnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásthildur Bjarney Snorradóttir er talmeinafræðingur og rithöfundur. Í tilefni af 65 ára afmæli og yfir 40 ára starfsafmælis verður haldin afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur í Gerðubergi á afmælisdaginn 14. september.

„Það var yndislegt að búa á Akranesi, en ég fór að heiman 16 ára. Flutti í eitt herbergi í Reykjavík og sá um mig sjálf,“ segir Ásthildur sem fædd er á Akranesi. Hún býr enn í Reykjavík með eiginmanni sínum og hundi.

,,Ég fór í kennaranám. Mér fannst svo skemmtilegt að vinna með börnum með frávik og menntaði mig sem sérkennari. Þegar ég uppgötvaði hversu mikil tenging er milli máls og lestrar fékk ég áhuga á að læra talmeinafræði,“ segir Ásthildur sem fór til Noregs og menntaði sig sem talmeinafræðingur. Á þeim tíma var þörfin mikil og fáir talmeinafræðingar á Íslandi.

Ljáðu mér eyra

„Á fimmtugsaldri reif ég fjölskylduna upp og flutti til Bandaríkjanna. Ég fór í mastersnám með áherslu á talmeinafræði og gerði rannsókn um hljóðkerfisvitund. Í kjölfarið gaf ég út, ásamt Valdísi B. Guðjónsdóttur talmeinafræðingi, Ljáðu mér eyra, sem er vinnubók fyrir börn um hljóðkerfisvitund.“

Að sögn Ásthildar er talmeinafræði mjög víðtækt svið. „Í öðrum löndum geta talmeinafræðingar sérhæft sig. Hér á landi er það erfitt vegna skorts á talmeinafræðingum,“ segir Ásthildur og bætir við að það horfi allt til betri vegar eftir að kennsla í talmeinafræði hófst á Íslandi.

Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa ...
Engillinn Rafael sem valdi að koma til jarðar að hjálpa og kenna börnum. mbl.is/Eggert


„Ráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin í tilefni af 65 ára afmæli mínu og meira en 40 ára starfsafmæli í Gerðubergi á fimmtudaginn. Það stefnir í að allt verði fullt á afmælisráðstefnunni. Ráðstefnan er gríðalegur heiður fyrir mig,“ segir Ásthildur og bætir við að á ráðstefnunni verði kynnt spennandi málörvunarverkefni og smáforrit, þróunarverkefni og hvernig hægt sé að varast streitu og kulnun í starfi, tengsl máls og lestrar, hvernig hægt sé að vinna markvisst með börnum og einstaklingsmiðuð nálgun þar sem þörfum hvers og eins er mætt.

Rithöfundurinn Ásthildur hefur gefið út töluvert af barnabókum. Meðal annars bækurnar um Bínu bálreiðu og bókina um Rafael sem seld var á vefsíðunni Amazon. Rafael er engill sem valdi að koma til jarðarinnar að hjálpa börnum að setja sig í spor annarra og vinna úr erfiðum aðstæðum. „Börnin læra hvernig á að takast á við ýmis vandamál eins og lesblindu og athyglisbrest. Þau fá innsýn í eigin vanda og skilja aðra sem eiga í erfiðleikum betur,“ segir Ásthildur sem einnig hefur gefið út mikið af kennsluefni og prófum í bókaformi auk smáforrits. Ýmist hefur hún gefið út efnið ein eða í samstarfi við aðra talmeinafræðinga.

Það er nóg að gera hjá Ásthildi. Hún starfar á skrifstofu fræðslu og frístundaþjónustu. Hún segir að stór hluti af vinnu hennar sé ráðgjöf og þjónusta tengt málörvun og fyrirbyggjandi starfi.

„Það hefur náðst gríðarlega góð samvinna milli fagaðila varðandi læsisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Talmeinafræðingar komu að þeirri stefnu.Við erum á réttri leið og það hefur orðið vitundarvakning um snemmtæka íthlutun í Hafnarfirði. Allir verkferlar eru skýrari en áður var,“ segir Ásthildur og heldur áfram: „Málörvun og læsi eru mitt hjartans mál og áhugamál. Það eru algjör forréttindi. Mér finnst fólk gera lítið úr því hvað það skiptir miklu máli að hafa gaman af vinnunni.“

Undirstöðuatriði ekki í lagi

Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með ...
Þegar R-hljóðinu er náð í talkennslu er því fagnað með R-köku.


Algjör vitundarvakning hefur orðið varðandi það að mæta börnum út frá eðli vanda hvers og eins, að sögn Ásthildar. „Þegar ég var í skóla var samasemmerki milli þess að vera lesblindur og heimskur. Það er langt í frá að það sé rétt. Þetta snýst um það að ákveðin undirstöðuatriði eru ekki í lagi. Það er ekki nóg að greina börn, það þarf að mæta þeim strax þegar geining liggur fyrir,“ segir Ásthildur með þunga. Hún heldur áfram. „Vandamál tengd máli og lestri hafa ekki aukist en þau hafa komið betur upp á yfirborðið. Börnum með málþroskafrávik og lestrarörðugleika getur liðið illa í skóla og þau eru oft falin í skólakerfinu. Sérstaklega stelpur sem sitja fallegar og prúðar. Vanlíðanin getur ýmist brotist út í vanvirkni eða ofvirkni. Annað sem við verðum að skoða er óeðlileg streita hjá ungu fólki. Notkun samskiptamiðla er farin úr böndunum,“ segir Ásthildur.

Hún segir að börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli sé ekki nægjanlega sinnt. „Það er allt of mikið brottfall hjá þeim börnum úr skóla. Við höfum ekki næga þekkingu í þessum málum og verðum að verða okkur úti um hana.“

Fyrir utan það hvað Ásthildi finnst vinnan skemmtileg og spennandi hefur hún gaman af músík. „Ég er á leið á Rolling Stones-tónleika í Amsterdam. Ég brenn fyrir tónlist frá þeim tíma þegar ég var ung,“ segir Ásthildur dreymin.

Varð að gera eitthvað

Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.
Ásthildur og Bjartey Sigurðardóttir unnu saman að Orðagulli.


Kulnun og streita á hug Ásthildar um þessar mundir svo og heilbrigður lífsstíll.

„Ég á það til að færast of mikið í fang. Ég var komin í þrot með einkenni kulnunar. En þá tók ég málin í mínar hendur. Tók ábyrgð á eigin heilsu.“ Ásthildur fann góðan einkaþjálfara, breytti um mataræði og minnkaði streitu með slökun og líkamsrækt.

„Ég varð að gera eitthvað ef ég ætlaði ekki að missa heilsuna. Auðvitað tók ég þetta alla leið. Ég geri það alltaf og fer stundum aðeins lengra.“ Ásthildur segir að eftir vissan aldur þurfi fólk að halda sér við með því að lyfta. „Ég fór á hreint fæði og tók að lyfta. Það eru allt of litlar kröfur gerðar til fólks á mínum aldri bæði líkamlega og andlega.

Ásthildur segist betur í stakk búin til þess að takast á við lífið eftir lífsstílsbreytingarnar.

„Ég hef grennst mikið en mestu máli skiptir að lifa í núinu. Hugsa um anda, sál og líkama. Þetta þarf allt að spila saman. Þetta er heilmikil vinna en við berum sjálf ábyrgð á heilsu okkar,“ segir Ásthildur og hvetur fólk til þess að leita hjálpar til þess að byrja með. „Það er erfitt að breyta hlutunum einn.“

Ásthildur segist skoða líf sitt með öðrum hætti nú. Hún hyggst minnka starfshlutfall hjá Hafnarfjarðarbæ og njóta þess að vera til.

„Ég er ekki að fara að setjast helgan stein. Hvað svo sem það er. Mig langar til þess að skrifa fleiri barnabækur. Kannski er ég ofvirk. Að minnsta kosti hlæja vinir mínir þegar ég tala um að fara að hægja á,“ segirÁsthildur sem tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Hún segir að eftir því sem hún verði eldri leyfi hún sér að vera meira eins og hún er.

Ásthildur segir að góður talmeinafræðingur þurfi að vera með hjartað á réttum stað, þykja vænt um börnin, hugsa um foreldrana, hafa áhuga á fólki, þykja vænt um það og geta sett sig í spor annarra. „Í einu orði kærleikur,“ segir Ásthildur, orkumikil baráttukona sem brennur fyrir vinnuna.

Mál og lestur ekki aðskilin

Ef börn greinast með málþroskafrávik er strax gripið inn í með íhlutun. Það kemur í veg fyrir ýmsa örðugleika. Allar rannsóknir sýna að draga megi úr og koma í veg fyrir ýmsa örðugleika með því að grípa strax inn í og hefja þjálfun. Það verður aldrei of oft minnt á það að mál og lestur eru sama hlið á sama peningi.

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...