Þjóðhöfðingi kostar 303 milljónir

Guðni Th. Jóhannesson hefur gefið hluta launa sinna til góðgerðarmála
Guðni Th. Jóhannesson hefur gefið hluta launa sinna til góðgerðarmála mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstrarframlög úr ríkissjóði vegna embættis forseta Íslands nema 303 milljónum samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Framlög til embættisins hafa hækkað um tæp 30% frá árinu 2015 þegar gjöld ríkisins vegna embættisins námu 233,4 milljónum króna. 

Á fjárlögum fyrir árið 2016 námu gjöld vegna embættisins 262,4 milljónum en í ár 293,8 milljónum og hækka gjöldin því um 9.2 milljónir á milli ára. 

Undir málaflokkinn fellur rekstur forsetaembættisins en að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu er það viðvarandi verkefni að treysta umgjörð embættisins í samræmi við stöðu forseta Íslands sem þjóðhöfðingja, æðsta handhafa framkvæmdarvalds og annars handhafa löggjafarvalds í landinu og tryggja þannig að forseti fái sinnt embættisskyldum sínum innanlands og erlendis af kostgæfni og virðuleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert