Í hvað fara skattarnir?

Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var kynnt í dag. Samkvæmt því ...
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var kynnt í dag. Samkvæmt því borgar hver íbúi landsins að meðaltali um 1,24 milljónir í samneyslu á ári. mbl.is/Golli

Á næsta ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs utan vaxtatekna verði um 822 milljarðar og gjöld utan vaxtagjalda verði 717 milljarðar. Til viðbótar bætast svo vaxtagjöld upp á 73 milljarða og vaxtatekjur upp á 12 milljarða. En hvaðan koma þessir fjármunir og í hvað fara þeir?

Lang stærsti hluti tekna ríkissjóðs kemur af virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga. Nemur hann 29% og 25% af heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Næstu flokkar þar á eftir eru tryggingagjöld og skattar á fyrirtæki með 12% og 11% af heildarkökunni.

Þar á eftir koma ýmsir skattar og gjöld eins og sjá má hér að neðan. Meðal annars er þar um að ræða vörugjöld á áfengi og tóbak, veiðigjald og skatta á bifreiðar og eldsneyti. Telja þessir aðrir flokkar fyrir um 23% af heildartekjur ríkissjóðs.

 Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru sem fyrr félags-, húsnæðis og tryggingamál og svo heilbrigðismál. Þessir tveir flokkar verða samtals um 51% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Næst þar á eftir koma mennta- og menningarmál sem standa fyrir 12% útgjalda og vaxtagjöld sem eru 7%. Sjá má nánari skiptingu eftir málaflokkum hér að neðan.

 

 

Til að setja útgjöld ríkissjóðs í samhengi við kostnað hvers íbúa landsins tók fjármálaráðuneytið saman eftirfarandi tölur sem sýna hvað ákveðnir málaflokkar kosta hvern og einn íbúa landsins á ári.

Stærsti liðurinn eru heilbrigðismál, en kostnaður hvers íbúa að meðaltali er um 333 þúsund krónur á ári í þann málaflokk. Málefni aldraðra kosta þá um 216 þúsund og örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinu 161 þúsund.

Samgöngur kosta hvern íbúa um 100 þúsund á ári og fjölskyldumál um 92 þúsund á ári. Háskólar kosta hvern íbúa 87 þúsund og framhaldsskólar 84 þúsund, umhverfismál 49 þúsund, löggæsla 43 þúsund og húsnæðisstuðningur 39 þúsund.

Samtals gerir þetta um 1,24 milljónir á ári á hvern íbúa.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í dag.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...