Nálgunarbann staðfest á Breiðdalsvík

Frá Breiðdalsvík.
Frá Breiðdalsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra mánaða nálgunarbann gegn karlmanni á fimmtugsaldri gagnvart 13 ára dreng á Breiðdalsvík sem héraðsdómur Austurlands hafði áður kveðið upp. Eins og greint hafði verið frá áður er maðurinn sakaður um að hafa ítrekað veist að drengn­um und­an­far­in tvö ár. Hafi hann meðal ann­ars ýtt við hon­um, varnað hon­um veg­ar og ógnað hon­um. Hef­ur í fjöl­mörg­um til­vik­um verið til­kynnt um hegðun manns­ins til lög­reglu, en síðasta til­vikið átti sér stað 12. ág­úst. Hafði lög­regl­an þó rætt við mann­inn deg­in­um áður og farið fram á að hann léti dreng­inn í friði.

Má maður­inn ekki koma á eða í námunda við heim­ili drengs­ins á svæði sem af­mark­ast á 10 metr­um frá lóðarmörk­um heim­ils hans. Þá má hann held­ur ekki nálg­ast dreng­inn, veita hon­um eft­ir­för eða setja sig í sam­band við hann með öðrum hætti.

Sam­kvæmt lýs­ing­um vitn­is á síðasta at­vik­inu sem kom upp hafði maður­inn hjólað á eft­ir drengn­um. Reyndi dreng­ur­inn að hlaupa und­an mann­in­um en hann hjólaði fyr­ir hann og neyddi hann í tvígang til að stöðva. Seg­ir að það hafi greini­lega verið gert til að hræða dreng­inn.

Tel­ur lög­regl­an að rök­studd­ur grun­ur sé að maður­inn hafi framið refsi­verð brot eða raskað friði drengs­ins í skiln­ingi laga og að ekki sé talið senni­legt að friðhelgi drengs­ins verði vernduð með öðrum og væg­ari hætti en nálg­un­ar­banni.

Sam­kvæmt úr­sk­urði dóms­ins var fyrsta til­vikið sem varð á milli drengs­ins og manns­ins vegna þess að maður­inn sakaði dreng­inn um eign­ar­spjöll og síðar lyg­ar en dreng­ur­inn viður­kenndi ekki verknaðinn. Sló maður­inn þá dreng­inn með flöt­um lófa.

Síðar varnaði maður­inn drengn­um för, ógnað drengn­um þegar hann var á hjóli og hrinti hon­um í sund­laug. Þá er hann sagður hafa fellt dreng­inn, veitt drengn­um eft­ir­för og hreytt í hann ónot­um.

Maður­inn hef­ur viður­kennt nokk­ur at­vik­anna en kann­ast ekki við önn­ur. Vitni eru að ein­hverj­um til­vik­anna. Seg­ir maður­inn að hann eigi við veru­leg­an hegðun­ar­vanda að stríða, en hann eigi ekki ann­ars úr­kosta en að verja fjöl­skyldu sína fyr­ir drengn­um.

Fram kom í fjölmiðlum eftir að málið kom upp að maðurinn og fjölskylda hans hafi ætlað að flytja á brott úr bæjarfélaginu, en að það tengist þó ekki þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert