Safnað fyrir fjögur systkini sem misstu móður

Vita með dætrum sínum á efri myndunum tveimur þeim Önnu ...
Vita með dætrum sínum á efri myndunum tveimur þeim Önnu og Undu. Á þeirri neðri er öll fjölskyldan á brúðkaupsdegi yngri sonar hennar Kristaps og er eldri bróðirinn Kaspars til hægri við hlið eiginkonu sinnar.
Söfnun er hafin fyrir lettnesk systkini sem misstu móður sína nýverið úr hjartaáfalli. Vita Brauna, sem var einstæð, skilur eftir sig fjögur börn, tvo uppkomna pilta og tvær stúlkur, 13 og 16 ára. Þau hafa búið hér á landi í fimm ár og hyggjast ekki flytja aftur til heimalandsins Lettlands. Systkinin eiga enga fjölskyldu að hér á landi og afar og ömmur í Lettlandi eru öll látin.  „Yngstu dætur okkar eru jafnöldrur og kynntust í Austurbæjarskóla,“ segir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sem stendur fyrir söfnuninni fyrir börn vinkonu sinnar. „Þær urðu óaðskiljanlegar vinkonur og ég var rétt nýkomin með þær báðar heim úr sumarfríi á Krít þegar Vita dó. Ég er á því að það sé engin tilviljun og þetta hafi átt að vera svona. Sigrún Ugla, dóttir mín, missti föður sinn fyrir fjórum árum og veit nákvæmlega hvernig það er að ganga í gegnum þann harm sem það er að missa foreldri. Það hefur verið ljúfsárt að sjá hvernig þær veita hvor annarri styrk og huggun í sorginni.“ Systurnar munu eiga framtíðarheimili hjá bræðrum sínum sem eru báðir í sambúð. „Aðstæður eru erfiðar því hvorki eru ættingjar til staðar hér né í Lettlandi sem geta stutt við bakið á þeim um leið og þau eru fara í gegnum þetta mikla áfall að missa móður sína,“ segir Vilborg.  

Lánsöm á Íslandi að kynnast góðu fólki

Í síðasta mánuði reyndi Vilborg að aðstoða Vitu og dætur hennar við að útvega þeim nýtt leiguhúsnæði en Vita lést 31. ágúst, daginn sem hún átti að flytja út. Viku fyrir andlátið sagði Vita við Vilborgu að hún væri viss um að hún myndi finna húsnæði þótt ekkert væri í augsýn. „Þetta leysist allt á endanum," sagði hún og hló. ,,Ég hef verið svo lánsöm frá því að ég kom til Íslands og kynnst svo góðu fólki. Og ég á svo frábær börn.“ 
Útför Vitu var gerð í gær og er bálförin í dag. Jarðneskar leifar hennar verða jarðsettar á tveimur stöðum, í duftreitnum Sóllandi í Fossvogi og í heimaborg hennar í Lettlandi við hlið móður sinnar. Systkinin fara til Lettlands á sunnudaginn næsta í þeim erindagjörðum.

Opnaður hefur verið reikningur til styrktar systkinunum á kennitölu 160101-4740 og bankanr. 0513-14-401737

 

 

Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...