Stofnunin „slái í takt við þjóðina“

Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef því fullan hug á því að eiga samtal við fólkið í landinu um hvað því finnst um Alþingi, um starfshætti þess, hvernig það ætti að starfa öðru vísi, o.s.frv. Þessi stofnun og við sem hér sitjum verðum að slá í takt við þjóðina.“ Þetta sagði forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, í ávarpi sínu við þingsetningu.

Hún hyggst því efna til opinna funda með landsmönnum um starfshætti Alþingis á næstu mánuðum. Hún sagði jafnframt að sér þætti það við hæfi að forseti Alþingis ætti slíkt samtal þegar brátt verður fagnað 100 ára afmæli frjáls og fullvalda Íslands.

Af því tilefni verða tveir hátíðarþingfundir, sá fyrri verður18. júlí nk., þegar öld var samningnum um fullveldi Íslands lokið og hann undirritaður. Hinn aðalatburður afmælisársins verður 1. desember 2018 þegar öld verður liðin frá því að sambandslögin öðluðust gildi.

Starfsáætlun verði að vera marktæk vinnuáætlun

Forseti Alþingis vænti þess að eiga gott samstarf við alþingismenn. Hún ræddi um starfsáætlun þingsins sem er með sama sniði og á undanförnum þingum. „Ég ítreka þá afstöðu mína að það er mikilvægt að starfsáætlunin sé marktæk vinnuáætlun Alþingis. Það er þýðingarmikið að hver og einn alþingismaður geti á grundvelli hennar og vikuáætlana skipulagt störf sín vel,“ sagði Unnur. 

Af þessu tilefni taldi Unnur Brá þarft að rifja upp hvers konar stofnun Alþingi er og skipti því niður í fjóra liði. „Hið fyrsta er að Alþingi er fulltrúasamkunda, öllu öðru fremur, þar sem saman koma fulltrúar ólíkra viðhorf og hagsmuna í þjóðfélaginu með umboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd íbúa þessa lands.“

Í öðru lagi er Alþingi löggjafarstarf.  „Okkar hlutverk er þannig að hafa síðasta orðið um það hvaða lög skuli gilda í þessu landi,“ sagði Unnur. Þar sem Alþingi er mikilvægasti pólitíski umræðuvettvangur landsins bæri þingmönnum „að virða rétt annarra þingmanna til þess að tjá sig um einstök mál og að mál þokist fram.“ Í fjórða lagi benti hún þar sem Alþingis er ekki í daglegri framkvæmdasýslu. bæri því að tryggja að sú sýslan fari fram með réttum hætti.

Hlé hefur verið gert á þinghaldi fram til kl. 16 þegar fjárlagafrumvarpi 2018 verður útbýttað og sætum úthlutað til þingmanna. 

Hér er ræðan í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert