Stofnunin „slái í takt við þjóðina“

Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef því fullan hug á því að eiga samtal við fólkið í landinu um hvað því finnst um Alþingi, um starfshætti þess, hvernig það ætti að starfa öðru vísi, o.s.frv. Þessi stofnun og við sem hér sitjum verðum að slá í takt við þjóðina.“ Þetta sagði forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, í ávarpi sínu við þingsetningu.

Hún hyggst því efna til opinna funda með landsmönnum um starfshætti Alþingis á næstu mánuðum. Hún sagði jafnframt að sér þætti það við hæfi að forseti Alþingis ætti slíkt samtal þegar brátt verður fagnað 100 ára afmæli frjáls og fullvalda Íslands.

Af því tilefni verða tveir hátíðarþingfundir, sá fyrri verður18. júlí nk., þegar öld var samningnum um fullveldi Íslands lokið og hann undirritaður. Hinn aðalatburður afmælisársins verður 1. desember 2018 þegar öld verður liðin frá því að sambandslögin öðluðust gildi.

Starfsáætlun verði að vera marktæk vinnuáætlun

Forseti Alþingis vænti þess að eiga gott samstarf við alþingismenn. Hún ræddi um starfsáætlun þingsins sem er með sama sniði og á undanförnum þingum. „Ég ítreka þá afstöðu mína að það er mikilvægt að starfsáætlunin sé marktæk vinnuáætlun Alþingis. Það er þýðingarmikið að hver og einn alþingismaður geti á grundvelli hennar og vikuáætlana skipulagt störf sín vel,“ sagði Unnur. 

Af þessu tilefni taldi Unnur Brá þarft að rifja upp hvers konar stofnun Alþingi er og skipti því niður í fjóra liði. „Hið fyrsta er að Alþingi er fulltrúasamkunda, öllu öðru fremur, þar sem saman koma fulltrúar ólíkra viðhorf og hagsmuna í þjóðfélaginu með umboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd íbúa þessa lands.“

Í öðru lagi er Alþingi löggjafarstarf.  „Okkar hlutverk er þannig að hafa síðasta orðið um það hvaða lög skuli gilda í þessu landi,“ sagði Unnur. Þar sem Alþingi er mikilvægasti pólitíski umræðuvettvangur landsins bæri þingmönnum „að virða rétt annarra þingmanna til þess að tjá sig um einstök mál og að mál þokist fram.“ Í fjórða lagi benti hún þar sem Alþingis er ekki í daglegri framkvæmdasýslu. bæri því að tryggja að sú sýslan fari fram með réttum hætti.

Hlé hefur verið gert á þinghaldi fram til kl. 16 þegar fjárlagafrumvarpi 2018 verður útbýttað og sætum úthlutað til þingmanna. 

Hér er ræðan í heild sinni

mbl.is

Innlent »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Búið að loka heiðavegum

06:33 Vegagerðin lokaði á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Þá var veginum um Lyngdalsheiði lokað klukkan 7. Meira »

Röskun þegar orðin á flugi

06:17 Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30. Meira »

Sporðar tuttugu jökla hopa

05:30 Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað. Meira »

Rafmagnsvagnarnir koma í mars

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Meira »

Ekki hætta á faraldri

05:30 „Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári. Meira »

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

05:30 Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Sammælast um Vesturlandsveg

05:30 Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina, lögðu fram tillögur um úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi borgarstjórnar í gær. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...