Útvarpsgjald hækkar um 400 krónur

Útvarpsgjaldið hækkar um 400 krónur
Útvarpsgjaldið hækkar um 400 krónur mbl.is/Eggert

Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er lagt til að sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins, útvarpsgjald, hækki úr 16.800 krónum í 17.200 krónur, í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar.

Útvarpsgjaldið er lagt á einstaklinga 16-70 ára, sem eru með tekjuskattstofn yfir tekjumörkum en undanþegnir frá gjaldinu eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimildum og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins Gjaldskyldan hvíli einnig á innlendum lögaðilum.

Útvarpsgjaldið hækkaði stöðugt frá 2010 þegar það var 17.200 krónur til ársins 2014 þegar það fór upp í 19.400 krónur. Gjaldið var síðan lækkað í 16.400 krónur árið 2016 en mun nú hækka aftur upp í 17.200 krónur.

Fjárheimildir Ríkisútvarpsins aukast um 198 milljónir króna og rekstrarframlög eru áætluð 4.164 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert