Vill fund með dómsmálaráðherra

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, hefur óskað eftir opnum fundi í nefndinni með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, að því er segir í fréttatilkynningu frá þingmanninum, vegna „framgöngu hennar“ í máli Roberts Downey sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot en fékk síðan uppreist æru.

Frétt mbl.is: RÚV fær afhent bréfið

„Tilefni er til opins fundar sem allra fyrst, þar sem úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ráðuneyti hennar var ekki heimilt að leyna upplýsingum um málsmeðferð á máli Roberts Downey,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert