Vörugjalda afsláttur bílaleiga afnuminn

Skattstyrkir í vörgjöldum á ökutæki hverfa næstum alveg við afnám …
Skattstyrkir í vörgjöldum á ökutæki hverfa næstum alveg við afnám afsáttarins sem bílaleigur hafa notið mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú þegar hefur verið lögfest að afnema þann afslátt sem bílaleigur hafa lengi notið af vörugjöldum á ökutæki. Í ársbyrjun 2018 munu bílaleigur því greiða sambærilegt vörugjald og greitt er af fólksbílum almennt.

Þetta verður fyrsta árið þar sem afslátturinn er að fullu afnuminn og er gert ráð fyrir 2,5 milljarða króna tekjuauki vegna þessa í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í gær. 

Skattastyrkir í vörugjöldum á ökutæki hverfa næstum alveg þegar hætt verður að ívilna bílaleigum. Aðeins standa þá eftir lítils háttar áhrif vegna lægra vörugjalds á bíla sem notaðir eru sem atvinnutæki, svo sem ökukennslubíla og leigubíla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert