Ekki tekið á uppsöfnuðum vanda

Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.
Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það er ofboðslega margt ógert, ekki síst í ljósi þess sem menn samþykktu í samgönguáætlun í október í fyrra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Framlög til vegamála í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 eru á pari við það sem kynnt var í fjármálaáætlun í vor. Heildarframlag til samgöngumála verður um 34 milljarðar króna á næsta ári.

Um er að ræða svipaða upphæð og varið var til samgöngumála á þessu ári en við afgreiðslu fjárlaga þessa árs hækkuðu framlög til samgöngumála um 4,5 milljarða króna. Í samtali við Hrein má heyra að hann er ekki nema mátulega ánægður með þá upphæð sem eyrnamerkt er samgöngum í frumvarpinu. „Þetta er sama rullan og kemur ekkert á óvart. Þetta eru sömu tölur og kynntar voru í fjármálaáætlun í vor.“

Þurfa 9 til 10 milljarða í endurbætur

Hreinn segir að Vegagerðin hafi lagt mikla áherslu á að fá aukið fé til viðhalds og endurbóta á vegakerfinu. „Samkvæmt þessu er miðað við sömu upphæð og er í ár. Upphæðin hækkaði reyndar frá árinu 2016 og það er jákvætt að hún fari allavega ekki niður aftur.“

Átta milljörðum króna verður varið til viðhalds á vegakerfinu 2018, eins og á þessu ári. „Við höfum verið með óskir um níu til tíu milljarða til að vinna hraðar á því sem fór úrskeiðis á árunum eftir hrun,“ segir Hreinn. Hann segir að þessi upphæð nægi ekki til að vinna á þeim uppsafnaða vanda. Víða í vegakerfinu, sérstaklega á stofnleiðum, sé mjög stutt í að ráðast þurfi í endurnýjun slitlags og burðarlags.

65 milljarða uppsöfnuð þörf

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf fyrir viðhald slitlaga um 15 milljarðar króna. Uppsafnaður vandi sem tengist styrkingum og endurbótum er áætlaður um 50 milljarðar. Til viðbótar þessu er mikil þörf á endurnýjun brúa en 712 einbreiðar brýr eru í vegakerfinu. Helmingur brúa á Íslandi er 50 ára og eldri.

Í frumvarpinu kemur fram að umfangsmestu verkefnin sem ráðist verður í á næsta ári séu Dýrafjarðargöng, nýr kafli á Hringveginum í Berufjarðarbotni, kafli á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar auk smíði Vestmannaeyjaferju. Einnig segir að framlag til þjónustu á vegakerfinu hækki um 133 milljónir króna en það fé verður að mestu nýtt til að bæta vegmerkingar.

Nægir rétt til að halda í horfinu

Hreinn bendir á að vegna þess aukna fé fékkst til viðhaldsaðgerða á þessu ári hafi Vegagerðinni borist fleiri kvartanir en venjulega um umferðartafir vegna framkvæmda. Fólk hafi með öðrum orðum orðið vart við að meira hafi verið hægt að gera. Þetta nægi hins vegar ekki til þeirra endurbóta sem í þarf að ráðast. „Miðað við umferðaraukninguna sem orðið hefur, bæði í atvinnulífinu og vegna ferðamanna, yrði þetta ekki meira en til að halda í horfinu og koma í veg fyrir frekara slit.“

Hann segir að mjög aðkallandi sé orðið að breikka og styrkja stofnleiðir í vegakerfinu, eins og Vegagerðin hafi unnið að fyrir hrun. Vegirnir séu of mjóir og of veikir fyrir þessa miklu umferð. Slíkar framkvæmdir verði hins vegar að bíða enn um sinn. Hann viðurkennir að vera frekar súr vegna frumvarpsins. „Maður er vonsvikinn, já, að það skuli ekki vera sett meira fé í málaflokkinn.“

mbl.is

Innlent »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...