Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund

Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 til að mæta hækkun ...
Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 til að mæta hækkun á hámarksgreiðslum

Fyrsta skrefið í áætlun um hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði verðru tekið um áramótin samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Stefnt er að því að breyta reglugerð þannig að mánaðarlegar hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund krónur á næsta ári en í dag er hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi 500 þúsund krónur. Hækkunin er í samræmi við áætlun í ríkisfjármálum sem miðast við að hámarksgreiðslurnar verði komnar í 600 þúsund krónur á mánuði árið 2020.  

Heildarfjárheimild til málaflokksins fæðingarorlof fyrir árið 2018 er áætluð rúmlega 11,5 milljarðar krónur og hækkar um rúman milljarð frá gildandi fjárlögum. 

Áhersla er lögð á að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðignarorlofssjóð til að styðja betur við barnafjölskyldur og draga úr tekjumissi fjölskyldna þegar foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Verður það gert í áföngum fram til ársins 2020 þannig að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi fari úr 500 þúsund krónum í 600 þúsund krónur. Fyrsti áfanginn tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar mánaðarleg hámarksgreiðsla hækkar í 520 þúsund krónur vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2018. 

Frumvarp lagt fram á vorþingi

Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi 2018 þar sem síðari áfangar hækkunar fæðingarorlofs verða lögfestir. Er horft til þess að fólk hafi hag af því að sjá fyrir réttindi sín til fæðingarorlofs. Þannig geti fyrirliggjandi upplýsingar um hækkun hámarksgreiðslna orðið fólki hvati til frekari barneigna og einnig ýtt undir að foreldrar fullnýti rétt sinn til fæðingarorlofs. Nokkur misbrestur hefur verið á því á liðnum árum í kjölfar þess að greiðslur í fæðingarorlofi voru lækkaðar en það dró verulega úr töku fæðingarorlofs feðra. 

Stórt jafnréttismál

Hlutfall feðra sem tóku styttra fæðingarorlof en þrjá mánuði var á árunum 2004 - 2006 um 19%. Til samanburðar var þetta hlutfall komið í um 34% árið 2014 og benda gögn til þess að hlutfallið verði svipað fyrir árin 2015 og 2016. 

Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi ...
Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi 2018 þar sem síðari áfangar hækkunar fæðingarorlofs verða lögfestir Ljósmynd/Aðsend

„Það er í mínum huga stórt jafnréttismál að ná til feðranna þannig að þeir nýti vel rétt sinn til fæðingarorlofs og helst að fullu. Markmið laganna er að börnin geti notið samvista við foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Það er bæði mikilvægt að tryggja börnunum þennan rétt en þetta er líka mjög mikilvægt fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ er haft eftir Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra í frétt á vef Velferðarráðuneytisins. 

Auknar fjárheimildir

Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 milljónir króna til hækkunar á hámarksgreiðslu til foreldra í fæðingarorlofi en áætlað er að sjóðurinn fái jafnframt 453 milljónir, annars vegar til að mæta áhrifum kjarasamninga frá árinu 2015 og hins vegar vegna viðbótarútgjalda sem leiða af hækkun mótframlags í lífeyrissjóð í 11,5% frá miðju ári 2018. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins verði lækkuð um 17.7 milljónir í samræmi við aðhaldsmarkmið sem ríkisstjórnin hefur sett í áætlun um fjármál.

mbl.is

Innlent »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...