Frá frosti í sumarblíðu fyrir austan

Frá Egilsstöðum, þar verður frábært veður um helgina.
Frá Egilsstöðum, þar verður frábært veður um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi

Búast má við talsverðum hlýindum á norður- og austurhluta landsins um helgina. Á föstudag verður mesti hitinn á Akureyri en á laugardag og sunnudag verður besta veðrið á Egilsstöðum.

Talsverðar sviptingar verða í veðrinu fram að helgi, sérstaklega á Austurlandi. Gert er ráð fyrir næturfrosti á Brú á Jökuldal aðfaranótt föstudags. Einnig er gert ráð fyrir slyddu eða snjókomu á Seyðisfirði í kvöld og snjókomu á Fjarðarheiði.

Heldur fer að hlýna um helgina, en hæst fer hitinn í 15 gráður á Akureyri á föstudag. Um helgina verður síðan hlýjast á Austurlandi en samkvæmt vef Veðurstofunnar má gera ráð fyrir 20 gráða hita á Egilsstöðum og þar í kring.

Hitamet í september var sett fyrsta dag mánaðar. Metið var sett á Egilsstöðum en þar mældist hitinn 26,4 gráður á mæl­in­um við flug­völl­inn. 

Fyrra hita­met í sept­em­ber er frá ár­inu 1949 á Dala­tanga en þar mæld­ist hiti 26,0 stig 12. sept­em­ber það árið. Þann 14. sept­em­ber 1988 mæld­ist hiti 25,8 gráður einnig á Dala­tanga og er það þriðji hlýj­asti dag­ur sept­em­ber­mánaðar frá upp­hafi mæl­inga.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert