Gagnrýna hækkun gjalda

Skattar á bensín og dísil hækkar.
Skattar á bensín og dísil hækkar. mbl.is/Golli

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp 2018 í gær en þar er gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Nemur afgangurinn 3,8% af vergri landsframleiðslu. Fyrirhugaðar eru nokkrar skattahækkanir, m.a. verður olíu- og bensíngjald hækkað.

Þannig hækkar bensínlítrinn um 8 krónur og lítrinn af díselolíu um 18 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þetta um 42 þúsund króna útgjaldahækkun í rekstri díselbíls fjölskyldu á einu ári og talar um „aðför að heimilisbílnum“.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hækkunina koma verst niður á þeim einstaklingum sem aka þurfi langar vegalengdir vegna búsetu sinnar. „Ungt fólk hefur verið að flýja hátt fasteignaverð höfuðborgarsvæðisins. Rafbíllinn er enn sem komið er ekki valkostur fyrir þetta fólk. Þetta er skattahækkun á það fólk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert