Leki í Teslu-máli Magnúsar rannsakaður

Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon.
Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon. mbl.is/aðsent

Ritstjóri DV, ábyrgðarmaður DV.is og fyrrverandi blaðamaður blaðsins voru yfirheyrðir í morgun en ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka upplýsingaleka til DV. Blaðið birti fréttir af meintum hraðakstri Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, en hann höfðaði mál á hendur lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir upplýsingaleka.

Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir líkamsárás af gáleysi og almannahættubrot. Þá var honum gert að hafa ekið Teslu á 183 kílómetra hraða og hafa valdið slysi.

Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri dv.is staðfestir í samtali við mbl.is að skýrsla hafi verið tekin af honum, Kolbrúnu Bergþórsdóttur ritstjóra DV og Atla Má Gylfasyni, fyrrverandi blaðamanni DV sem skrifaði fréttina um Magnús í vor.

Kristjón segist treysta blaðamönnum sínum en auk þess verði heimildamenn ekki gefnir upp. Hann sagði að það hefði komið á daginn að allt í fréttinni hafi reynst satt og rétt.

Fjallað var um mál Magnúsar í DV í mars þar sem kemur fram að Magnús hafi verið handtekinn í desember á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Einnig að hann sé grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi á tvöföldum kafla Reykjanesbrautarinnar. 

Óvenju greiður aðgangur að upplýsingum

Lögmenn Magnúsar töldu að blaðamaður hefði haft óvenju greiðan aðgang að upplýsingum. Þær hlytu að koma frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem rannsakaði málið í fyrstu, eða héraðssaksóknara sem tók við rannsókninni.

Í ákæru máls­ins segir að Magnús hafi tekið fram úr fjölda bíla og minnstu munað að árekst­ur yrði. Við Hvassa­hraun ók hann svo á aft­ur­horn ann­ars bíls þannig að sá bíll hafnaði utan veg­ar. Skallaði ökumaður þess bíls stýrið, missti meðvit­und um stund og hlaut áverka. Sá maður krefst þess að fá eina millj­ón í skaðabæt­ur.

Seg­ir í ákær­unni að Magnús hafi með akstri sín­um stofnað lífi og heilsu hins öku­manns­ins og annarra veg­far­enda í aug­ljós­an háska, en akst­urs­skil­yrði voru ekki mjög góð, blaut ak­braut, hált og slæmt skyggni.

Tesla-bíllinn er í vörslu yfirvalda en saksóknari krafðist þess að hann yrði gerður upptækur vegna ítrekaðra brota Magnúsar. Hann hefur reynt að fá bílinn aftur, án árangurs. 

Stjórn United Silicon kærði Magnús í fyrradag fyrir stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is nær hin meinta refsi­verða hátt­semi til upp­hæða sem hlaupa á hundruðum millj­óna. Magnús hafnar því alfarið að hafa dregið að sér fé.

mbl.is

Innlent »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...