Umtalsverðar kjarabætur á milli ára

Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir …
Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir gríðarlega góða mætingu á fundinn í fyrrakvöld sýna að þetta mál komi fólki við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að áhersla hafi verið lögð á tekjulægsta hóp ellilífeyrisþega í vinnu við breytingar á ellilífeyriskerfi almannatrygginga sem tóku gildi um síðustu áramót.

„Það er alveg ljóst að þegar við berum saman greiðslur Tryggingastofnunar í febrúar á þessu ári og í febrúar í fyrra, tókst breytingin mjög vel. Hjá lægri tekjuhelmingi ellilífeyrisþega er hækkunin á milli ára á bilinu 22 til 25%. Þá fer lægsti hópurinn úr 215.000 kr upp í 270.000 kr á mánuði,“ segir Þorsteinn, kjarabæturnar á milli ára séu umtalsverðar.

„Það er fyrst og fremst sá hópur sem er með blandaðar tekjur lífeyris- og atvinnutekna yfir 300.000 kr á mánuði sem er að fá ívið minna frá almannatryggingunum heldur en áður. En það sem skiptir ekki síður miklu máli er að hópurinn sem hefur litlar sem engar stvinnutekjur, sem er mikill meirihluti þessa hóps, er að koma umtalsvert betur út,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert