41 milljarður til sjúkratryggðra

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiddu út 41 milljarð króna í fyrra í formi réttindagreiðslna. Nærri lætur að tuttugasta hver króna, af heildarútgjöldum ríkisins, hafi greiðst út í gegn um SÍ, eða 4,9%. Þetta kemur fram í ársskýrslu SÍ. 

Útgjöld jukust um 3.123 milljónir króna frá fyrra ári. Þar af hækkaði lækniskostnaður um 1.236 milljónir króna. Kostnaður við S-merkt lyfj hækkaði um 685 milljónir króna á milli ára en fleiri ný lyfseðilskyld lyf voru flutt til landsins að því er fram kemur í skýrslunni.

Í formála Steingríms Ara Arasonar forstjóra kemur fram að rekstrarkostnaður SÍ hafi numið 1,5 milljarði króna í fyrra. Hann segir að umfang greiðslna SÍ hafi aukist á árinu 2016 þegar SÍ hafi verið falin umsýsla stórra greiðsluflokka. Þar muni mestu um tilflutning daggjaldagreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur til öldrunarstofnana hafi numið 27 milljörðum króna.

„Samtals námu greiðslur SÍ til sjúkratryggðra og þjónustuveitenda um 75,2 milljörðum króna á árinu 2016.“ Greiðslurnar vörðuðu um 265 þúsund einstaklinga og runnu til um 1.500 veitenda heilbrigðisþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert