Nálgunarbann gagnvart barnsmóður staðfest

Maðurinn má ekki nálgast konuna með neinum hætti, en þetta ...
Maðurinn má ekki nálgast konuna með neinum hætti, en þetta er í annað sinn sem hann sætir nálgunarbanni gagnvart henni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni allt til 22. janúar næstkomandi. Maðurinn má ekki koma í námunda við heimili konunnar á því svæði sem afmarkast við lóðamörk fjölbýlishúss sem hún býr í. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima-, vinnu- eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig í samband við hana beint á annan hátt.

Er þetta í annað sinn sem manninum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en í fyrra skiptið braut hann gegn banninu sex sinnum á tveggja vikna tímabili. Var hann sakfelldur fyrir þau brot og gert að sæta fangelsi í 18 mánuði en fullnustu 17 mánaða refsingar var frestað í tvö ár.

Í úrskurði héraðsdóms segir að brotaþoli og kærði hafi verið í sambúð og eigi saman tvö ung börn. „Við skoðun í dagbók lögreglu megi sjá að lögregla hafi reglulega undanfarin ár, haft afskipti af kærða og kæranda vegna ágreinings þeirra í millum sem m.a. hafi leitt til þess að kærandi hefur verið beitt ofbeldi,“ segir í úrskurðinum. Um er að ræða húsbrot, eignaspjöll á heimili brotaþola og líkamsárás gagnvart henni, en eftir síðastnefnda brotið var maðurinn úrskurður í nálgunarbann gagnvart konunni í fyrra skiptið.

Reyndi að sættast í kjölfar nálgunarbanns 

Konan gaf skýrslu hjá lögreglu í lok ágúst þar sem hún skýrði frá því að í kjölfar þess nálgunarbanns hefði hún reynt að sættast við manninn þar sem hann hefði verið að taka sig á. Hann hefði farið í meðferð en ekki klárað hana. Samskipti þeirra hafi gengið vel í fyrstu en þau hafi svo farið versnandi vegna ástands ákærða. Konan taldi að hann væri aftur farinn að neyta fíkniefna og í kjölfarið tjáði hún honum að hann fengi ekki að hitta börnin í slíku ástandi og hætti samskiptum við hann.

Hún hafi hins vegar, í samráði við aðra barnsmóður ákærða, ákveðið að leyfa honum að hitta börnin að þeim viðstöddum. Þann sama dag hringdi hann í hina barnsmóðurina og kallaði brotaþola „hóru og druslu auk þess sem hann hefði hótað að drepa brotaþola ef hann fengi ekki að hitta börnin.“ Upptaka liggur fyrir af samtalinu og þar heyrist maðurinn meðal annars segja að ef konan „komi ekki með drengina ætli hann að stúta henni, hann langi að berja hana, hann langi að drepa hana og hann muni einn daginn ,,snappa“ aftur á hana. Jafnframt heyrist hann segja að hann hafi tekið brotaþola hálstaki vegna þess að hún hafi sagt við hann að hann ætti ekki börnin.“

Maðurinn setti sig einnig í samband við konuna með smáskilaboðum, hringdi í hana og hótaði að taka eigið líf ef hann fengi ekki að hitta syni sína. Það væri þá á hennar ábyrgð.

Handtekinn á heimili barnsmóðurinnar

Þann 6. september síðastliðinn kom maðurinn svo á heimili konunnar og óskaði hún eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Fór lögreglustjórinn á Suðurnesjum í kjölfarið fram á að héraðsdómur staðfesti ákvörðun um nálgunarbann.

Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn neiti sakargiftum og kveðst hann bara hafa viljað hitta strákana sína. Þó hann hafi hótað barnsmóður sinni myndi hann aldrei gera henni mein. Hann segist vera með þráhyggjuröskun sem sé erfiður sjúkdómur en hann taki inn lyf vegna hans.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur hættu á að maðurinn muni brjóta aftur gegn brotaþola verði nálgunarbanni ekki beitt. Verndarhagsmunir séu taldir standa til þess að tryggja konunni þann rétt að geta hafst við á heimili sínu og geta verið óhult gagnvart yfirvofandi ófriði af hálfu ákærða. Ekki var talið að unnt væri að vernda friðhelgi hennar með vægari hætti eins og sakir standa. Héraðsdómur staðfesti úrskurð lögreglustjóra og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann úrskurð.

mbl.is

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...