Kaupa elsta hús borgarinnar

Aðalstræti 10.
Aðalstræti 10. mbl.is/aðsent

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til að kaupa og setja upp sýningu í elsta húsi borgarinnar. Sýningin fjallar um sögu Reykjavíkur. Tillaga þessa efnis var sett fram af borgarstjóra og samþykkt í borgarráði í dag en húsið sem um ræðir stendur við Aðalstræti 10.

Í greinargerð með tillögu bæjarstjór segir: „Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári og nýlegir fornleifauppgreftir í hjarta borgarinnar sem hafa dýpkað og að sumu leyti breytt sýn á upphaf byggðar í Reykjavík gefa margþætt tilefni til að setja upp safn um upphaf, sögu og þróun Reykjavíkur frá landnámi til okkar dags.“ Víkurkirkjugarði og þeim mannvistarleifum sem fundist hafa í garðinum og víðar í miðborginni verður gerð skil á sýningunni.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að kaupverð á húsinu sé um 260 milljónir króna en 150 milljónum til viðbótar verði varið til að setja upp sýninguna. Þá verður 40 milljónum varið til að bæta aðgengi fatlaðra að húsinu og bæta salernisaðstöðu.

Hugmyndin er að tengja nýju sýninguna við sýningarrými Landsnámssýningarinnar undir Aðalstræti 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert