Líkur á næturfrosti inn til lands

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Norðanáttin hvassa sem verið hefur fyrir austan gengur niður með morgninum og rofar einnig til í þeim landshluta. Annars verður hæg norðvestlæg átt, 5-13 m/s, og bjartviðri. Búast má við vestlægari átt, 8-13 m/s, með kvöldinu og þykknar þá upp vestanlands.

Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga átt á morgun og víða dálitla vætu, en þurrt að kalla eystra. Hitastig verður fremur milt að deginum, 5-14 stig, en líkur eru á næturfrosti inn til landsins.

Um helgina er síðan spáð sunnanáttum með rigningu sunnan- og vestanlands og verulega hlýnandi veðri, einkum norðaustan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert