Lýsir ekki trú á ferðaþjónustunni

Ferðamenn á leið í hvalaskoðun.
Ferðamenn á leið í hvalaskoðun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á sama tíma og aukin skattheimta á ferðaþjónustuna stefnir í 5 milljarða í formi nýrra skatta og gjalda á næsta ári eru heildarframlög ríkisins til málefna tengdra ferðaþjónustu ætluð tæpir 2,3 milljarðar yfir sama tímabil. Við hefðum viljað sjá fjárlög sem endurspegla meiri trú á ferðaþjónustunni en raun ber vitni.“

Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali í  ViðskiptaMogganum í dag. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur bent á að fjárframlög ríkisins til eflingar ferðaþjónustu muni aukast um 570 milljónir á komandi ári.

Helga segir stjórnvöld ganga mjög freklega fram í að auka álögur á greinina. Þannig stefni í að bílaleigur greiði um 2,5 milljarða í vörugjöld af innflutningi sínum umfram það sem þær geri í dag og þá leiði þreföldun gistináttagjalds til þess að hótel og gististaðir þurfi að inna af hendi um milljarði hærri fjárhæð til ríkisins á næsta ári en þau geri í ár. Þar við bætist stóraukin bílastæðagjöld og veruleg hækkun eldsneytisskatta sem leggist afar þungt á mörg fyrirtæki í ferðaþjónustunni, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert