Rætt um hraðamörk

Hámarkshraði um Sæbraut myndi lækka í 50 km/klst.
Hámarkshraði um Sæbraut myndi lækka í 50 km/klst. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Reykjavíkurborg átti í vikunni fund með fulltrúum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru kynntar hugmyndir um lækkun hámarkshraða á götum vestan Kringlumýrarbrautar.

Breytingar á hámarkshraða á götum eru háðar samþykki lögreglustjórans. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur formlegt erindi ekki borist frá borginni um lækkun hármarkshraða.

Starfshópur sem Reykjavíkurborg skipaði skilaði tillögum sínum í byrjun þessa árs. Meirihlutinn leggur til að hraðamörk verði í tveimur áföngum lækkuð um 10 km/klst. á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk í dag eru 50 eða 60 km/klst. Auk þess verði svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða fjölgað og núverandi svæði stækkuð.

Sem dæmi um áhrif slíkra breytinga má nefna að hámarkshraði á Hringbraut færi í 40 km/klst. og á Sæbraut vestan Kringlumýrarbrautar færi hann í 50 km/klst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert