Steingrímur með lengstan þingaldur

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon er sá núverandi alþingismanna sem er með lengstan þingaldur. Steingrímur situr nú sitt 42. þing, en hann var fyrst kjörinn á þing 1983. Næstur honum kemur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem nú situr sitt 22. þing.

„Með „þingaldri“ er átt við tölu þeirra þinga sem alþingismaður hefur samtals setið. Venja hefur verið að telja með þau þing sem þingmaður hefur setið sem varamaður, jafnvel þótt hann hafi aðeins setið þingið um stuttan tíma,“ segir í Handbók Alþingis.

Þessari venju er haldið í nýútkominni handbók en þar er birt yfirlit yfir þingaldur. Til glöggvunar er jafnframt getið í sviga sérstaklega um tölu þeirra þinga sem þingmaður hefur setið sem varamaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert