Íslensk stjórnmál í upplausn

Sigmundur Davíð hyggur á framboð fyrir flokkinn í norðaustur-kjördæmi í …
Sigmundur Davíð hyggur á framboð fyrir flokkinn í norðaustur-kjördæmi í komandi kosningum.
<span>Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir atburði dagsins í dag sýna að upplausnarástand sé í íslenskum  stjórnmálum.  Það sem gerst hafi í dag sé að mörgu leyti framhald atburðarásar sem hófst í fyrravor og ákvörðunar um að flýta síðustu kosningum. Íslensk stjórnmál séu í upplausn og ekki sjái fyrir endann á því. Hann hyggur á framboð fyrir flokkinn í norðaustur-kjördæmi í komandi kosningum.</span>

Sigmundur Davíð segist ekki geta lagt mat á þá atburði sem urðu til þess að Björt framtíð ákvað að segja sig frá stjórnarsamstarfinu við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn síðastliðna nótt og segist ekki geta metið hvort að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða hjá Bjartri framtíð  á þessum tilteknu forsendum.

„En ég tók sérstaklega eftir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í Valhöll í dag að það væri þörf á stjórnmálaflokkum með sterka innviði og sögu, flokkum sem stæðu af sér storminn. Að það væri þörf fyrir sterka stjórnmálamenn sem ekki bognuðu við mótlæti. Það er mikið til í þessu en það skýtur þó dálítið skökku við, þar sem hann virðist ekki hafa metið þessa eiginleika eins mikils í fyrri samstarfi.“

Eftir að gera upp ýmis mál

Útlit er fyrir að kosið verði til þings á komandi vikum, en Bjarni Benediktsson mun fara á fund forseta Íslands á morgun og leitt hefur verið að því líkum að þar muni hann biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Spurður um hvort Framsóknarflokkurinn muni ganga sameinaður til þeirra kosninga segist Sigmundur Davíð að það verði að koma í ljós.

„Það er þó ekki hægt að neita því að flokkurinn myndi mæta talsvert sterkari til leiks ef búið væri að gera upp ýmis mál sem komið hafa upp.“

<em>-Áttu við brotthvarf þitt sem forsætisráðherra og síðan formannskjörið og það sem á eftir fylgdi?<span> </span></em>

„Já, og ýmislegt sem því tengist og það hefði líka skipt sköpum fyrir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Á því leikur enginn vafi.“

<span><em>- Stendur til að gera þessi mál upp núna, þegar hillir undir kosningar?</em></span>

<span>„Því get ég ekki svarað einn. Það koma fleiri að þeim málum.“</span>

<span>Að mati Sigmundar Davíðs eru atburðir næturinnar og  dagsins í dag greinar af þeim meiði upplausnarástands í íslenskum stjórnmálum sem hófst í íslenskum stjórnmálum í fyrravor, og einkum ákvörðuninni um að boða til kosninga síðastliðið haust, sem Sigmundur segir að hafi falið feigðina í sér. Augljóst hafi verið að afleiðingarnar af því yrði flóknari staða, meiri óvissa og veikari stjórnmál. Allt það sem Bjarni hafi gagnrýnt á blaðamannafundinum í dag.</span>

<span> „Það varð upplausn, á því er enginn vafi og þess gætir ennþá. “</span>

<h3><span>Tækifæri fyrir Framsókn</span></h3>

Sigmundur Davíð segir að þó vissulega sé það áfall, þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið, þá geti líka falist í því tækifæri. „Þetta gefur til dæmis tækifæri til að breyta um stefnu í varðandi fjármálakerfið og vogunarsjóðina, í málefnum eldri borgara, byggðamálum og húsnæðismálum. Þannig að í þessu gætu falist ýmis tækifæri fyrir land og þjóð.“

<span><em>- Felast þá ekki í þessu ýmis tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn?<span> </span></em></span>

<span>„Jú, fyrir alla sem vilja breytingar, eða réttara sagt að menn haldi áfram og klári það sem við vorum að vinna að."</span>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert