Aftur tími óstöðugleikans

Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests um meðferð á máli ...
Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests um meðferð á máli barnaníðings sem fékk uppreist æru. mbl.is/Eggert

Á síðustu átta árum hafa þrjár ríkisstjórnir sprungið vegna ágreinings samstarfsflokka áður en kjörtímabilinu er lokið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að þeim öllum. Þar á undan urðu síðast stjórnarslit vegna innbyrðis ágreinings haustið 1988. Á tíunda áratugnum og fyrstu áratugum þesarar aldar ríkti aftur á móti stöðugleiki í íslenskum stjórnmálum. Sama er að segja um viðreisnarárin 1959 til 1971, en óstöðugleiki einkenndi áttunda og níunda áratuginn með undantekningum þó og öll árin frá lýðveldisstofnun fram að myndun viðreisnarstjórnarinnar.

Þrjár stjórnir sprungið

Stjórn Bjarna Benediktssonar, sem tók við 11. janúar þetta ár, hafði ekki setið nema í 247 daga þegar hún missti meirihlutastuðning á þingi í fyrrakvöld. Einn stjórnarflokkanna, Björt framtíð, sleit samstarfinu vegna trúnaðarbrests um meðferð á máli barnaníðings sem fékk uppreist æru.

Stjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mynduð 23. maí 2013, sat í tæp þrjú ár. Hún hrökklaðist frá völdum í kjölfar uppnáms í þjóðfélaginu og ágreinings stjórnarflokkanna eftir uppljóstrun um leynilegan aflandsreikning sem forsætisráðherra var tengdur.

Stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar undir forsæti Geirs H. Haarde, mynduð 24. maí 2007, sat í eitt ár og átta mánuði. Upp úr samstarfinu slitnaði vegna samstarfsörðugleika í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Samfylkingin krafðist þess að fá stjórnarforystuna ef samstarfið ætti að halda áfram, en á það gátu sjálfstæðismenn ekki fallist.

Stöðugleiki viðreisnar- og Davíðsstjórna

Á viðreisnarárunum, tíma Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar eldri, og síðan á tíunda áratugnum og fyrstu árum þessarar aldar, tíma Davíðs Oddssonar, skapaðist sú ímynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri kletturinn í íslenskum stjórnmálum. Með þátttöku hans í landsstjórninni væri stjórnarfesta tryggð. Óhætt mun að segja að þetta eigi ekki lengur við eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur benti á í samtali við mbl.is í gær.

Ríkisstjórnir sem setið hafa á lýðveldistímanum frá 1944 hafa verið misjafnlega langlífar. Fram að viðreisnarstjórninni, sem mynduð var í nóvember 1959, hafði engin ríkisstjórn náð að sitja heilt kjörtímabil Alþingis. Viðreisnarstjórnin sat í þrjú kjörtímabil, í tólf ár samfleytt. Eftir það varð aftur los á úthaldi ríkisstjórna fram til 1991, ef stjórnir Geirs Hallgrímssonar frá 1974 til 1978 og Steingríms Hermannssonar frá 1983 til 1987 eru undanskildar. Þá sat ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í heilt kjörtímabil frá 2009 til 2013. Eftir það má segja að lausungin hafi á ný hafið innreið sína í íslensk stjórnmál.

Geir H. Haarde skýrir fjölmiðlum frá stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ...
Geir H. Haarde skýrir fjölmiðlum frá stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Alþingishúsinu 25. janúar 2009. Samfylkingin krafðist stjórnarforystu ef samstarfið ætti að halda áfram. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Óstöðugleiki á áttunda og níunda áratugnum

Fyrir tæpum 30 árum, haustið 1988, sprakk þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Hún hafði aðeins setið í rúmt ár. Stjórnarflokkana greindi á um skattkerfisbreytingar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var með tillögur sem samstarfsflokkarnir gátu ekki fallist á. Rúmum áratug fyrr, í október 1979, ákváðu alþýðuflokksmenn að draga sig út úr samsteypustjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Ástæðan var óánægja með samstöðuleysi innan stjórnarinnar um úrlausn efnahagsmála. Stjórnin hafði aðeins setið í rúma 13 mánuði.

Efnt var til alþingiskosninga í kjölfar stjórnarslitanna 2009 og 2016. Einnig árið 1979. Það var hins vegar ekki gert 1988 heldur tóku þá stjórnarandstöðuflokkar sæti í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins. Hvað nú verður er enn of snemmt um að spá.

Innlent »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Í gær, 20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

Í gær, 19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

Í gær, 19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

Í gær, 18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Í gær, 18:44 Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

Í gær, 17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

Í gær, 17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni en íslensk heimili. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

Í gær, 17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Í gær, 17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

Í gær, 17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

Í gær, 17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

Í gær, 16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...