Útlit fyrir kosningar 28. október

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Hanna

Bjarni Benediksson forsætisráðherra mun funda með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á morgun og samkvæmt heimildum mbl.is mun hann þá leggja fram tillögu um þingrof. Kosið verði þá til Alþingis 28. október en ekki 4. nóvember líkt og útlit var fyrir í gær.

Ræða framhald þingstarfa á morgun

„Við ætlum að hittast á morgun klukkan 12:30 formenn flokka og forseti þingsins og fara aðeins yfir framhaldið,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

„Ef það kemur fram tillaga um þingrof þá þarf að birta hana í Stjórnartíðindum eða tilkynna um hana á þingfundi og ef það gerist þá þarf þingið svo í framhaldinu að ákveða hvað það vill gera, hvort það vill halda áfram störfum eða fara strax fram með tillögu um frestun þingfunda,“ segir Unnur Brá. „Það er auðvitað bara undir þeim komið sem á þinginu sitja hvernig menn vilja fara með það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert