„Hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku“

Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga ...
Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu í Mexíkóborg. AFP

Elín Emilsson Ingvarsdóttir, sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1, fjöldi húsa hrundi til grunna og vinna björgunarsveitir nú í kappi við tímann að ná fólki úr rústunum.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka frekar.

Skjálft­inn varð um 8 km suðaust­ur af Atenc­ingo, í Pu­ebla-fylki sem er ná­granna­fylki höfuðborg­ar­inn­ar og á 51 km dýpi.

32 ár eru í dag frá því að jarðskjálfti upp á 8 varð í nágrenni Mexíkóborgar, sem kostaði 5.000 manns lífið og eyðilagði 100.000 bygg­ing­ar.

„Ég hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku,“  segir Elín sem var búsett í borginni fyrir 32 árum þegar stóri skjálftinn reið yfir.

Elín Emilsson Ingvarsdóttir.
Elín Emilsson Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Í lagi með Íslendingana sem hún þekkir

Elín þekkir fimm Íslendinga sem eru búsettir eru í borginni og segir hún vera lagi með þau öll, þó þau séu vissulega öll í áfalli. „Þetta var líka hryllilegt.“

„Þetta var miklu sterkara en ég hef fundið fyrir áður,“ segir hún og kveður mexíkóska fjölmiðla segja jarðskjálftabylgjurnar hafa verið aðrar en í skjálftanum 7. september sem kostaði 98 manns lífið. „Sá skjálftinn var sterkari, en hann fannst ekki jafn vel í Mexíkóborg. Mér skilst að það hafi líka verið bylgjuskjálfti.“

Hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja

 „Ég vinn á þriðju hæð og sú hugsun hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja, þó að hún sé mjög sterkbyggð,“ segir Elín sem starfar í kennaraháskóla í borginni.

Fólk þusti út á götur borgarinnar þegar skjálftans varð vart, en hún segir þó ekki hafa gætt neins óðagots. Ákveðnir starfsmenn á vinnustöðum fái þjálfun í hvernig eigi að bregðast við jarðskjálftum og þeir sjái um að leiðbeina hinum. „Þetta var ekki eins og í bandarískri kvikmynd þar sem ríkir algjör ringulreið, heldur var þetta eiginlega mjög vel skipulegt.“

Elín býr í suðurhluta borgarinnar og var komin heim til sín þegar mbl.is náði sambandi við hana. Hún segir engar skemmdir vera sýnilegar í sínu næsta nágrenni. „Við erum líka sem betur fer á frekar góðu svæði.“

Heyrir í sírenunum

„Mér skilst að 54 byggingar hafi hrunið í Mexíkóborg og síðustu tölur sem ég heyrði voru að 119 manns hafi látið lífið. Við erum að fylgjast með fréttum af skjálftanum í sjónvarpinu og fáum fréttir af björgunarsveitum sem eru nú á fullu við  reyna að grafa fólk úr rústunum.“ Elín segir lífið í borginni hafa stöðvast við skjálftann og fólk er beðið um að halda sig heima við.

„Ég heyri í sírenum og það er verið að reyna að halda götunum auðum svo björgunarsveitir og slökkvilið komist sinna leiða.“

mbl.is

Innlent »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Bækur
Til sölu fullt af alls kyns bókum, upplýsingar í síma 8920213...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...