Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Grunnskólanemendur í 4. og 7. bekk þreyta brátt samræmd könnunarpróf.
Grunnskólanemendur í 4. og 7. bekk þreyta brátt samræmd könnunarpróf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk í vikunni dagana 21. - 29. september. Þetta er í annað sinn sem prófin verða með rafrænum hætti. Í fyrra komu upp ýmsir tækni­leg­ir erfiðleik­ar í framkvæmd prófanna. Fyrir þetta próf er meðal annars búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa, að sögn Sverris Óskarssonar sviðsstjóra matssviðs Menntamálastofnunar. 

Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir, innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in en til þess höfðu nem­end­ur fengið út­hlutuðum sér­stök­um próf­kóðum. 

„Við erum búin að fara yfir allt tölvukerfið og laga agnúa. Hluti af vandanum í fyrra voru samskipti milli okkar og skólanna t.d. að slá inn prófkóða og fleira í þeim dúr sem var ekki nógu gott,“ segir Sverrir.

„Við höfum tekið okkur tak í allri upplýsingamiðlun

Haldnir hafa verið um 12 samráðsfundir og upplýsingafundir í fjarfundabúnaði milli starfsmanna skóla og Menntamálastofnunar. „Við höfum tekið okkur tak í allri upplýsingamiðlun og byggt upp betra traust til skólanna,“ segir Sverrir. Einnig hefur þjónustuverið verið eflt til muna þar sem starfsmenn skóla geta fengið upplýsingar. „Við ætlum að láta þetta ganga mjög vel núna,“ segir Sverir. 

Talsverð óánægja var meðal kennara og stjórnenda skóla eftir samræmdu könnunarprófin og viðmót Menntamálastofnunar. Í ályktun sem Félag grunnskólakennara sendi frá sér í 9. maí 2017 var bent á að „ábend­ing­ar frá fag- og hags­munaaðilum um hvað bet­ur megi fara eru oft­ar en ekki hunsaðar af Mennta­mála­stofn­un og ekk­ert raun­veru­legt sam­ráð er um stefnu­mót­un og stefnu­mörk­un í mál­efn­um grun­skól­ans.“

mbl.is/Rósa Braga

 

Allir betur undirbúnir

Sverrir tekur fram að margt hafi breyst til batnaðar á þessum tíma og markvisst hafi verið unnið að því að bæta framkvæmd samræmdu könnunarprófanna. Á prófdögunum verða 10 til 12 manns á vakt á Menntamálastofnun sem kennarar geta óskað eftir að fá aðstoð hjá ef þeir þurfa.  

Hann bendir á að skólarnir hafi einnig bætt tölvukostinn og nettengingar milli ára. „Okkar tilfinning núna er sú að allir séu betur tilbúnir með okkur. Þetta er samvinnuverkefni.“ 

Prófað verður í íslensku sér og stærðfræði sér en ekki báðum þessum þáttum í sama prófinu. „Fólki fannst þetta erfiðara í útfærslu. Þetta er skýrara og einfaldara ferli,“ segir Sverrir. 

Ekki taka allir nemendur skólans prófið á sama tíma. Tvær útgáfur af prófunum verða í gangi. „Nei. Við erum með tvö kerfi og ruglum spurningum og fleira. Við teljum okkur vera búin að komast í veg fyrir það. Það er enginn tölfræðilegur munur á árangri hjá þeim nemendum sem byrja klukkan 9 eða 11,“ segir Sverrir spurður hvort þetta fyrirkomulag auki ekki líkur á að nemendur svindli í prófinu.   

Alls þreyta könnunarprófin tæplega níu þúsund grunnskólanemendur um 4.300 nemendur í 7. bekk og 4.700 í 4. bekk.  

mbl.is

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Suzuki Grand Vitara 2012 ek 71000 km
Suzuki Grand vitara 2012 árg 2400 cc sjálfsk ek 71000 km sumar og nagladekk allt...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...