Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

Nýleg reistir stúdentagarðar við Norræna húsið.
Nýleg reistir stúdentagarðar við Norræna húsið. Styrmir Kári

Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hyggjast senda áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu.

Í bréfi sem hópurinn hefur sent FS segir að íbúar og leigutakar á stúdentagörðunum við Sæmundargötu vilji koma þeim athugasemdum á framfæri við leigusala sinna að eftir samskipti íbúanna á milli hafi borið á mikilli óánægju vegna hækkunar á leigugjaldi sem tók gildi í september. 

Þá segir í bréfinu að leigutökum sé ljóst að samkvæmt ákvæði leigusamnings áskilji FS sér rétt til hækkunar á umsaminni leigufjárhæð umfram almenna hækkun vísitölu neysluverðs í septembermánuði ár hvert. Leigutakar draga ekki í efa að FS hafi haft málefnalegar ástæður fyrir hækkuninni en vekja athygli á sjónarmiðum sínum sem þeir telja ekki síður málefnaleg í ljósi sanngirnisraka. 

Sanngirnisrök leigutakanna eru þau að framkvæmdir sem nú fara fram í nágrenni við stúdentagarðana hafi óumdeilanlega mikinn og truflandi hávaða í för með sér og valdi töluverðri skerðingu á afnotum leigutaka af íbúðunum. Jafnframt segir í bréfinu að leigutökum sé ljóst að framkvæmdir vegna stúdentaíbúðanna þurfi að ganga hratt fyrir sig vegna gríðarmikillar eftirspurnar eftir slíku húsnæði og takmarkaðs framboðs á almennum leigumarkaði en þó verði að athuga að sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir skerði lífsgæði íbúa og þar með afnot af íbúðunum. 

Segja tilkynningaskyldu ekki fylgt

Leigutakarnir lýsa yfir vonbrigðumvegna þess að reglum hafi ekki verið fylgt varðandi tilkynningaskyldu leigusala. Engar tilkynningar hafi borist um fyrirkomulag vinnuferils með tilliti til röskunar á íbúðarsvæðinu eða yfirlit yfir það hvaða þættir séu líklegir til að valda ónæði, hvenær unnið verði að þeim og hversu lengi framkvæmdi muni standa yfir. Vegna skorts á upplýsingum hafi leigutakarnir hvorki getað hagað áætlunum sínum eftir aðstæðum né fengið tækifæri til að gera athugasemdir við háværustu framkvæmdirnar.

Í bréfinu segja íbúar að framkvæmdir hafi almennt staðið yfir frá því klukkan sjö á morgnana langt fram eftir kvöldi alla daga vikunnar sem hafi verulega truflandi áhrif á námsfrið. 

Fordæmi fyrir afslætti

Íbúar stúdentagarðanna benda jafnframt á því að fordæmi séu fyrir því að FS veiti leigutökum afslátt vegna framkvæmda sem valda hávaða, en það var gert þegar nýir leigutakar fluttu inn í stúdentagarðana við Brautarholt á meðan framkvæmdir stóðu enn yfir. 

Leiðrétting: Aðstandendur undirskrifarsöfnunarinnar höfðu samband við mbl.is og leiðréttu það að áskorunin hafi ekki verið send til FS heldur hafi staðið til að gera það á næstu dögum. Vegna fréttarinnar verður máli afgreitt á skemmri tíma en áætlað var að hálfu aðstandenda undirskriftarsöfnunarinnar en til stóð að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við FS áður en fjallað yrði um málið í fjölmiðlum.

mbl.is

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...