Sigríður aftur á fund þingnefndar

Dómsmálaráðherra sat opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar í lok ágúst …
Dómsmálaráðherra sat opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar í lok ágúst þar sem uppreist æru var rætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru og að honum loknum sat hún opinn fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is. Gestur á þeim fundi var Bergur Þór Ing­ólfs­son

Fundurinn hefst kl. 10 og verður sýndur beint á vef Alþingis og í sjónvarpinu á alþingisrásinni. 

mbl.is