Líst mjög vel á tillögu Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Hanna

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum.

„Mér leist mjög vel á það upplegg. Hann leggur til að það verði ákveðnir þættir skoðaðir á löngu tímabili. Auðvitað snýst þetta um verklag en ekki efni en mér fannst þetta vera jákvætt,” segir Benedikt.

Hann bætir við að Viðreisn hafi alltaf verið fylgjandi því að breytingar á stjórnarskránni skyldu skoðaðar.

„Menn hafa bent á það að þetta hefur tekið langan tíma, eða allt frá lýðveldisstofnun þannig að ég held að það væri gott ef menn ætla að reyna að fara í að kortleggja þetta af alvöru.”

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Flestir hrifnir af tillögunni

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Morgunblaðið sér ekki lítast illa á hugmyndina. „Tíðindin í þessu minnisblaði eru þau auðvitað að þarna er gert ráð fyrir heildarendurskoðun og að það sé byggt á þeirri vinnu sem fyrir liggur.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði útspil forsætisfáðherra vera af hinu góða en hann hefði þó vilja standa öðruvísi að málinu. Flokkurinn ætti eftir að ræða málið.

Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, fannst hugmyndin ágæt og bætti við að framsóknarmenn væru að skoða hana.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gaf aftur á móti lítið fyrir tillöguna og sagði Pírata vilja klára málið með öðrum hætti. Píratar hvöttu nýlega til þess að frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem upphaflega var samið af stjórnlagaráði og lagt fram á Alþingi fyrir þingkosningarnar 2013, yrði samþykkt fyrir næstu þingkosningar.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ræðustól á Alþingi.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ræðustól á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáði sig jafnframt um stjórnarskrárbreytingar í ávarpi sínu við þingsetninguna á dögunum.

„Sum­ir í þess­um sal vilja al­ger­lega nýja stjórn­ar­skrá, aðrir litl­ar sem eng­ar breyt­ing­ar, rétt eins og skoðanir al­menn­ings eru skipt­ar. Árið 1918 varð Ísland frjálst og full­valda ríki. Tveim­ur árum síðar feng­um við Íslend­ing­ar nýja stjórn­ar­skrá, í stað þeirr­ar sem kon­ung­ur af­henti þjóðinni árið 1874. Við hæfi væri að minn­ast þess­ara miklu tíma­móta næstu miss­era, ald­araf­mæl­is full­veld­is og stjórn­ar­skrár, með því að vinna af ein­urð að breyt­ing­um á grunn­sátt­mála þjóðar­inn­ar, breyt­ing­um sem vitna um sam­eig­in­lega sýn sem flestra á um­hverfi og auðlind­ir, sam­fé­lag og stjórn­skip­un, ábyrgð og vald," sagði forsetinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...