Ungir vísindamenn í víking

Þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson eru á ...
Þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson eru á leið til Tallinn í Eistlandi í lok vikunnar þar sem þau verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor.

Verkefni þeirra eru ólík en eiga það þó sameiginlegt að markmiðið með þeim er að hafa góð áhrif á samfélagið.

Herdís Ágústa, sem er á lokaári sínu í MH, kannaði stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Verkefnið vann hún í samstarfi við Barnaheill og niðurstaðan er að stórlega er brotið á rétti barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, til að mynda þeim rétti barna að fá að tjá skoðanir sínar.

„Það eru til margir lagabálkar sem kveða á um réttindi barna en textinn er oft langur og erfitt að skilja hann. Við vildum einfaldlega setja skýrt fram hvaða reglur gilda þegar barn sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi,“ segir Herdís.

Afurð verkefnisins er plakat þar sem réttindi barna eru útlistuð á myndrænan hátt. „Svo börnin skilji sjálf hverju þau eiga rétt á,“ segir Herdís en plakatið má sjá hér á síðunni. „Þessi mál eiga erindi um allan heim svo ég ætla að vekja athygli á þeim,“ segir hún um ferðina til Tallinn.

Vífill Harðarson, sem hóf nám í hagnýtri stærðfræði við HÍ í haust, rannsakaði hvort nýta mætti hliðarafurð úr framleiðslu lýsis til að búa til sápu. Hugmyndin var að reyna að nýta betur auðlindir hafsins.

„Ég hef búið sápuna til tvisvar og hún er í fínasta lagi. Ég hef blandað henni í vatn til að sjá hvort hún freyðir og prófað ph-gildi hennar. Það er í góðu lagi að setja hana á húðina. En ég á eftir að finna út hvort enn séu leifar af Omega 3 og þeim vítamínum sem eru í lýsi,“ segir Vífill.

Er ekki bölvuð fýla af þessu?

„Jú, það eru nokkrir punktar sem þarf að fínpússa, þar með talin lyktin. Lýsislyktin er kannski ekki eitthvað sem fólk vill hafa á húðinni. Ég hafði hugsað mér að prófa að blanda íslenskum jurtum eða sítrónu saman við. Svo á bara eftir að koma í ljós hvort raunhæft sé að nota þetta á húðina eða í hárið. Það gæti alveg verið markaður fyrir lífræna íslenska fiskiolíusápu.“

Börn fái að tjá sig ef þau vilja

„Við tókum meðal annars viðtal við Helgu Guðmundsdóttur hjá Rauða krossinum og byggðum líka á rannsókn hennar þar sem hún tók viðtöl við flóttabörnin sjálf.

Þetta er oft langt umsóknarferli og við viljum að börn fái aðgang í skóla eins fljótt og hægt er þegar þau koma til landsins. Þetta er það sem þau þurfa á að halda; menntun og þátttöku í samfélaginu svo þau geti uppfyllt drauma sína í framtíðinni,“ segir Herdís.

Hún segir líka mikilvægt að börn fái að tjá sig um sín mál kjósi þau svo. „Í nýju útlendingalögunum er miðað við að þau þurfi að vera 15 ára til þess en við viljum fella þessi aldursviðmið út og fara bara eftir þroska barnsins. Ef börnin vilja tjá sig eiga þau að fá tækifæri til þess.“

Innlent »

„Of margir stormar á þessu ári“

21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...