Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og ...
Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og fegurðin eru henni hugleikin.

Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í.

Ég byrjaði sem barn að semja sögur. Um þrettán ára aldur fór ég að senda sögur í sunnudagsblað Þjóðviljans. Pabbi var umboðsmaður hans í Vestmannaeyjum og með sunnudagsblaðinu fylgdi aukablað með efni fyrir börn,“ segir Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, Eyjapæja í húð og hár, eins og hún lýsir sér.

„Ég er fædd og uppalin í Eyjum, elst sjö systkina. Þegar ég var eins árs fæddust þríburasystur mínar. Þær eru reyndar einu þríburarnir sem fæðst hafa í Eyjum. Anna, ein af þríburunum, lést fyrir stuttu. Ég er viss um að hún mamma hefur tekið vel á móti henni Önnu sinni,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég var send til Önnu og Högna móðurbróður míns í Vatnsdal til þess að létta undir heimilinu þegar þríburarnir fæddust. Vatnsdalur var stórt hús á austurhluta Heimaeyjar. Þar voru hestar og hænsnabú. Bæði Vatnsdalur og æskuheimili mitt Hvoll, við Urðarveg 17, fóru undir hraun í eldgosinu 1973,“ segir Kolbrún Harpa og bætir við að næst í röðinni á eftir þríburunum hafi Inga systir hennar fæðst árið 1957. „Þegar Surtsey gaus 1963 fæddist svo Elva og þegar gaus á Heimaey 1973 fæddist Freyr,“ segir Harpa hlæjandi.

Í frystihúsi aðeins níu ára

Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.
Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.


Kolbrún Harpa hóf vinnu í frystihúsi níu ára gömul eins og tíðkaðist í þá daga. „Ég byrjaði í léttum verkum, að brjóta saman pappa og þess háttar.“ Hún hélt áfram í fiskvinnslu en starfaði síðar við umönnunarstörf á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum. Kolbrún Harpa vann í Oddinum, gjafa- og ritfangaverslun, í golfskálanum og sem þerna á Herjólfi. Í sjö ár starfaði hún í verslun hjá grónu fjölskyldufyrirtæki, Miðstöðinni.

Kolbrún Harpa hefur ekki verið á vinnumarkaði undanfarið vegna vefjagigtar. „Það er sagt að áföll setjist í líkamann og ég held að það sé rétt. Það var engin áfallahjálp til dæmis eftir gosið í Eyjum og ég hreinlega man ekkert fyrstu þrjá mánuði gossins. Þetta eru þokukenndir tímar,“ segir Kolbrún Harpa alvarleg.

„Mér fannst Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson opna fyrir umræðuna með mynd sinni, Útlendingur heima.“

Ljóðagerð og lagasmíðar bættust í smiðju Kolbrúnar Hörpu.

„Ljóðagerð hjálpar mér að koma hugsunum mínum á blað. Þegar mamma lést aðeins 59 ára gömul gat ég skrifað mig út úr sorginni. Það var mikið sungið á mínu æskuheimili. Mamma spilaði á gítar og kenndi mér fyrstu tvö gripin,“ segir Kolbrún Harpa með hlýju.

Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.
Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.


„Með þessum tveimur gripum gat ég byrjað á því að spila Upp undir Eiríksjökli. Mamma spilaði alltaf í tjaldinu á Þjóðhátíð og þegar hún hætti þá tók ég við og spilaði fram á rauðamorgun. Ég var að fá gítarinn hennar mömmu í hendurnar. Hann er lúinn og ber þess merki að mikið sé búið að spila á hann.“

Ljóð Kolbrúnar Hörpu, Yfir eld og glóð, vann í ljóðasamkeppni sem haldin var í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá eldgosinu í Eyjum. Þorvaldur Bjarni Halldórsson samdi lag við ljóðið sem flutt var á afmælistónleikunum í Hörpu.

„Ég gerði textann þegar ég var 19 ára, stuttu eftir gos. Ég sendi hann í keppnina og það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna þessa ljóðakeppni en mér var tjáð að allt sem þyrfti hefði komið fram í textanum,“ segir Harpa sem segir upplifunina í Hörpu hafa komið út á sér tárum.

„Það voru fleiri sem táruðust og fundu sig í ljóðinu mínu.“

Semja og syngja saman

Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar ...
Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar Hörpu, Kollukoti.


Kolbrún Harpa á lag á geisladiskinum „Í skugga meistara yrki ég ljóð“ sem gefinn var út af laga- og textahöfundum í Vestmannaeyjum.

„Lagið er eftir dóttur mína Helenu Sigríði Pálsdóttur, en textann sömdum við saman. Helena er með tölvustúdíó heima hjá sér og við erum að syngja mikið saman,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að textarnir fjalli iðulega um umhverfið, ástina og fegurðina. „Enda eru Eyjarnar paradís á jörðu.“

Ljóð eftir Kolbrúnu Hörpu birtust á árum áður í þjóðhátíðarblöðum Þórs. „Mér þykir alltaf vænt um það sem Árni Johnsen skrifaði í pistli; að það væri blær Oddgeirslaganna í ljóðum mínum. Þvílík upphefð að vera líkt við Oddgeir Kristjánsson,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að fyrsti ádeilutextinn sem hún samdi fjalli um börn í heiminum, fátækt og erfiðar aðstæður.

„Þessi texti á við enn í dag. Ég var að reyna að fá fólk til þess að opna augun og hjálpa.“ Kolbrún Harpa á í fórum sínum eina óútgefna ljóðabók. Hún hefur gefið út geisladisk með sögunni um Silfurskrínið sem er fyrsta sagan í þríleik. Seinni hlutana tvo hefur Kolbrúnu Hörpu ekki tekist að fjármagna þrátt fyrir umsóknir um styrki.

„Silfurskrínið fjallar um ævintýri þriggja vina og tengist gosinu. Við tókum upp í stúdíóinu hennar Helenu og Gísli Helgason hjálpaði okkur með kaflaskil. Ég á enn nokkur eintök fyrir áhugasama,“ segir Kolbrún Harpa.

Góð orð í upphafi dags

Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.
Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.„Ég læt mér aldrei leiðast og finn mér alltaf eitthvað að gera. Tengdadóttir mín fór til dænis að skreyta kerti og ég laumaðist til þess að fylgjast neð hvernig hún fór að. Ég lærði kúnstina af henni,“ segir Kolbrún Harpa, sem skreytir oft kerti fyrir skírnir og brúðkaup og samúðarkerti eða af hvaða tilefni sem er.

Á fésbókarsíðu Kolbrúnar Hörpu, Gullkornin mín Art, er hægt að finna andlegt fóður fyrir sálina að sögn Kolbrúnar Hörpu. „Ég set í fallegan bakgrunn falleg orð eða gullkorn. Ég sem þau stundum frá eigin brjósti en þýði þó oftast úr ensku og nota íslensk gullkorn,“ segir Kolbrún Harpa sem segir að það gefi mikið að lesa falleg og góð orð í upphafi dags.

„Ég hef fengið gífurleg viðbrögð við síðunni minni og margir þakkað fyrir og sent mér línu. Lífið getur stundum verið okkur erfitt og okkur veitir ekki af að finna huggunarorð í gegnum daginn.“

Kolbrún Harpa hefur barist við vanlíðan í töluverðan tíma. Hún var greind með þunglyndi árið 2012.

„Það myndu ekki margir trúa því að ég væri þunglynd. Fólk sýnir það ekki út í frá þegar því líður illa og er illt í hjartanu. Loksins þegar ég fékk lyf þá opnaðist ný veröld. Ég gat farið að hugsa og brugðist við á annan hátt og skapað fallega hluti,“ segir Kolbrún Harpa sátt. Hún segir að þunglyndi sitt hafi birst í því að hún tók allt mjög nærri sér og alltaf stutt í tárin.

„Þegar allt var orðið ómögulegt og mér leið mjög illa fór ég að spá í hvort það væri allt í lagi. Ég vildi að ég hefði leitað mér hjálpar fyrr.“

Felur ekki þunglyndið

Þunglyndi virðist fylgja einhver skömm að sögn Kolbrúnar Hörpu.

„Það er eitthvert þunglyndi í fjölskyldunni. Það sést ekki utan á fólki að það sé veikt. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð og þegar ég bað um hjálp og lyfin fóru að virka. Ég ákvað strax að fela ekki greininguna. Ég upplýsti nánustu fjölskyldu um stöðuna og opinberaði það svo á fésbókinni. Ég sé ekki eftir því,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég hef alltaf nóg að gera. Nýjasta nýtt er að mála á fjörusteina. Ég negldi mér eiginmann fyrir nokkrum árum, Ómar Val Eðvaldsson, hann er mjög góður áhugaljósmyndari. Hann tók frábæra mynd af Herjólfi sem prýðir risastóran vegg. Ég nota stundum myndir frá honum í mín verk,“ segir stolt eiginkona.

Börn Kolbrúnar Hörpu eru þrjú og barnabörnin fjögur. Ómar á þrjú börn og fjögur barnabörn.

„Ég veit ekki hvort ég á að segja það en við Helena höfum verið að gæla við að semja eurovisionlag og senda í keppnina á RÚV. Hver veit hvað við gerum og hvernig það fer,“ segir Kolbrún Harpa og hlær.

Innlent »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Listi sjálfstæðismanna í Garðabæ

14:45 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ vegna sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem fram fór 5. mars. Fyrir fundinum lá tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslistans. Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...