Aðdragandi slita kosningamál

Formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittu forseta ...
Formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittu forseta þingsins í gærdag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin?

„Það er mikilvægt að mál sem verða til þess að ríkisstjórnin springur, þ.e.a.s. mál er snerta þolendur kynferðisofbeldis, verði til umræðu. Að mínu mati er mikilvægt að þessi mikla atburðarás leiði til þess að hér skapist raunveruleg viðhorfsbreyting í garð þessa málaflokks og að hann komist inn í pólitíska umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og bætir við að skarpar víglínur hafi myndast þann stutta tíma sem ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat við völd.

„Ríkisstjórnin stóð ekki við væntingar um að ráðast ætti í raunverulega uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðarkerfi,“ segir Katrín og heldur áfram: „Nú þegar hvergi hefur verið sótt fram á þessum sviðum vil ég einmitt meina að þessi mál verði einnig ofan á. [...] Við viljum sjá breytingu á ríkisstjórnarstefnu og félagshyggjustjórn að loknum kosningum.“

Klára Evópusambandsmálið

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningamálið verði barátta fyrir mannsæmandi lífi fyrir alla Íslendinga, betra velferðarkerfi og félagslegur stöðugleiki. „Það þarf líka að leggja mikla áherslu á að mæta framtíðinni með kraftmiklu menntakerfi. Síðan eru réttlætismál eins og að þjóðin fái að greiða atkvæði um áframhaldandi viðræður við ESB, það þarf að hnika stjórnarskránni áfram og síðan verða kosningarnar að fá að snúast um raunverulega ástæðu fyrir því að önnur ríkisstjórnin á einu ári fellur. Þjóðin þarf að ræða mál eins og heiðarleika og gegnsæi, annars komumst við aldrei út úr þessu vantrausti sem nú ríkir á milli þjóðarinnar og Alþingis,“ segir Logi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir kosningarnar m.a. munu snúast um aukinn stuðning við þá sem verst hafa það í samfélaginu. „Mál eins og að aldraðir geti verið úti á vinnumarkaði og tekið virkan þátt í samfélaginu,“ segir hann og bætir við að einnig verði áhersla lögð á heilbrigðismál, menntamál. „Ég held það verði einnig rætt um ferðaþjónustuna og náttúruna sem orðið hefur fyrir miklum áhrifum af þessari stærstu atvinnugrein okkar,“ segir hann og bendir á að brýnt sé að ferðaþjónustan verði sjálfbær. „Þegar nær dregur kosningum skýrast línur enn frekar og áherslan færist yfir á fáein mál,“ segir hann.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir aðdraganda og ástæðu stjórnarslita hljóta að verða stórt kosningamál. „Í ljósi þessi að við vorum að slíta stjórnarstarfi, rétt fyrir helgi, út af grunnprinsippmálum um vinnubrögð og gagnsæi, þá er það mjög ofarlega í huga.“

Þá segjast Píratar vera að vinna í sínum helstu stefnumálum um þessar mundir og verða þau kynnt á næstu dögum í endanlegri mynd.

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, formaður Flokks fólksins, næði samkvæmt könnunum mönnum inn á þing. Hún segir flokkinn berjast fyrir almannahag. „Við viljum útrýma fátækt. Hún er þjóðarskömm. Við viljum taka til hendinni í sambandi við húsnæðismál, afnema frítekjumarkið með öllu og verðtryggingu og okurvexti auk þess að við viljum gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.“

Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, við gerð fréttar.

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Heimavík
...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...