Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

Séð af Strandgötunni í Hafnarfirði yfir á Fornubúðir þar sem ...
Séð af Strandgötunni í Hafnarfirði yfir á Fornubúðir þar sem húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun á að rísa á næstu fimmtán mánuðum á hafnarsvæðinu. Tölvumyndir/Batteríið Arkitektar ehf.

Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt.

Bygging hússins var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag, en Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda meirihluta í bæjarfélaginu.

Það er Fornubúðir eignarhaldsfélag sem byggir húsið og leigir Hafrannsóknastofnun til 25 ára. Jón Rúnar Halldórsson, forsvarsmaður félagsins, segir mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að fá þennan stóra vinnustað í bæinn og um leið eina af undirstöðustofnunum samfélagsins.

Eins og um samsetta röð minni bygginga sé að ræða

Hafrannsóknastofnun kom að þarfagreiningu og fyrirkomulagi í húsnæðinu, sem er fimm hæða hátt og tengist eldri skemmu þar sem verður aðstaða fyrir útgerð rannsóknaskipa. Í útboðslýsingu var reiknað með 112 starfsmönnum í húsinu, en eftir því sem verkefnið þróaðist var á endanum miðað við 140 störf.

Batteríið Arkitektar ehf. hanna húsið og í greinargerð deiliskipulags fyrir Fornubúðir 5 segir meðal annars að útlit byggingar að höfninni skuli vera brotið upp eins og um samsetta röð minni bygginga sé að ræða. Hver húshluti skuli að hámarki vera 15 metra breiður og í mismunandi meginlit. Jarðhæðin að höfninni skeri sig þó frá efri hæðum í lit. Við val á litum hafi arkitektar horft til nokkurra bygginga við höfnina sem eru í jarðlitum og tóna vel við þekkta litanotkun víða í bænum, einkum í gamla bænum.

Fordæmisgefandi bygging

Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og VG á fundi skipulags- og byggingarráðs á þriðjudag kemur fram að fulltrúar minnihlutans styðja komu Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfjörð, en geti ekki samþykkt þessa nýja tillögu.

„Byggingin verður fordæmisgefandi fyrir hafnarsvæðið. Auk þess verður að hafa í huga að enn á eftir að fara í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Það er alveg ljóst að mál Fornubúðar 5 verður að taka eitthvert tillit til framtíðarskipulags Flensborgarhafnar. Nýja deiliskipulagið segir einungis til um hámark byggingarmagns en ekki hvernig eigi að fullnýta byggingarreitinn.

Minnihlutinn leggur til að ný tillaga verði unnin sem tekur mið af fyrirliggjandi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar. Í henni segir að þar skuli byggja „Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“. Auk þess er kveðið á um að byggingarmagn og hæð nýrrar byggðar á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð,“ segir í bókun minnihlutans.

Óskiljanleg afstaða

Í bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks segir meðal annars: „Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks minna á að í öllum ferli skipulagsins hafa fulltrúar minnihlutans í skipulags- og byggingarráði tekið þátt í umræðum og ákvarðanatöku um skipulag Fornubúða 5 án athugasemda og er því þessi afstaða þeirra í árslöngu ferli um skipulag Flensborgarhafnar óskiljanleg.

Þegar verið að er að breyta deiliskipulagi – svo koma megi fyrir frekara byggingarmagni er mikilvægt að horfa til framtíðar og eins heildstætt og hægt er. Fyrstu skrefin í frekari uppbyggingu fyrir höfnina liggja í lýsingu fyrir Flensborgarhöfn og væntingar okkar kjörna fulltrúa eru því miklar um að vel takist til með uppbyggingu á höfninni í heild sinni, enda er höfnin mikilvæg í sjálfsmynd Hafnfirðinga.

Hér eru tekin fyrstu skref í þessari uppbyggingu með tilkomu Hafrannsóknastofnunar, þar sem áhersla á uppbrot, opnar götuhliðar og uppbyggingu við hafnarmannvirki haldast í hendur.“

Innlent »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...