Drottningar saman í víking

Burlesque. Margrét Erla Maack er dansari og skemmtir fáklædd fullorðnum ...
Burlesque. Margrét Erla Maack er dansari og skemmtir fáklædd fullorðnum áhorfendum. Ljósmynd/Leifur Wilberg

„Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta.

„Við komumst að því að atriðin okkar spila mjög vel saman, þegar við erum tvær að sýna þá er skemmtileg fjölbreytni. Gógó Starr getur bæði verið dragdrottning og gert svokallað „boy-lesque“, sem er þá karlmaður með brjóstadúska o.þ.h. Við sögðum því í hálfkæringi, „ættum við ekki að fara saman í Evrópuferðalag næsta sumar?““

Dragdrottning Íslands

Sigurður Heimir Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr og ber titilinn „dragdrottning Íslands“. „Ég stunda drag af því að að mér finnst það innilega töfrandi leið til að koma fram, tjá sig og skemmta áhorfendum,“ segir Sigurður Heimir. Hann kveðst vera sá eini sem stundar boy-lesque eða jafnvel „drag-lesque“ á Íslandi.

Margréti Erlu og Sigurði Heimi leist svo vel á Evrópuferðarhugmyndina að þau ákváðu að safna fyrir henni á söfnunarsíðunni Karolina Fund, en í gærmorgun var verkefnið 88% fjármagnað í gegnum síðuna. „Flestir sem styrkja ferðalagið eru að kaupa miða á farvel-sýningu í vor, þar sem við ætlum að sýna það sem við verðum að ferðast með,“ segir Margrét.

Hún segir þau nú þegar vera komin með tvær bókanir fyrir næsta sumar.

„Við erum með atriði sem koma eins og púsl inn í aðrar sýningar, sem eru fastir liðir fyrir fastakúnna. Því þarf ekki að auglýsa okkur sérstaklega. Markmiðin með ferðinni eru m.a. að sýna fólki erlendis á hvaða stað þessi jaðarmenning er hérlendis. Við viljum sýna fram á að það sé til burlesque- og dragsena á Íslandi. Eins að búa til tengslanet og fá erlenda listamenn til að koma til Íslands. Við erum að sækja okkur þekkingu og hugmyndir fyrir námskeið sem við höldum á Íslandi, t.d. um það hvernig á að halda svona sýningar,“ segir Margrét Erla.

Í kvöld verða þau með skemmtun á Gauknum til að ljúka söfnuninni en vinkonur þeirra, dragdrottningarnar Bibi Bioux, Ginger Biscuit, Lolla Matt, Deff Starr, Jenny Purr og Wonda Starr, verða þeim þar einnig til halds og trausts við að skemmta.

Að vera öruggur í eigin skinni

Gógó Starr, dragdrottning Íslands.
Gógó Starr, dragdrottning Íslands.


„Burlesque eru lítil, stutt grínatriði fyrir fullorðið fólk, þar sem oft er farið úr fötunum,“ segir Margrét Erla, en um drag segir hún að það sé leikur með kyngervi og ýkjur tengdar því. Hún segir að RuPaul, bandarísk dragdrottning, hafi lýst dragi þannig: „Við fæðumst nakin og allt annað er drag“.

„Þetta er mjög skemmtilegt, maður er að leika sér með sína kynvitund og sína útgeislun. Það er svo gaman að gera þetta og vera öruggur í eigin líkama, sama hvernig líkama maður er með. T.d. í boy-lesque, að nota bara þann líkama sem maður er með jafnvel þó að brjóstin og mjaðmirnar vanti,“ segir Sigurður Heimir, sem finnst gaman að brjóta upp listformið og hlakkar til að skemmta fólki.

Innlent »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...