Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð ...
Pelsfé. „Gutar“ í eigu Kristínar Halldórsdóttur sem býr í Svíþjóð og hópurinn heimsótti. Myndin var tekin um síðustu helgi og kindurnar eru því í sumarull, en þær voru rúnar í lok febrúar.

Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim.

„Þegar feldfé er valið til ræktunar er hárafarið á kindinni fyrst skoðað og gengið úr skugga um að það sé eins fullkomið og hægt er. Því næst er mýkt og fegurð togháranna skoðuð og að lokum vaxtarlag, eða kjötið, sem er aukaafurð. Þetta er ólíkt því sem við höfum vanist hér á Íslandi; þar hefur kjötið verið í forgangi í sauðfjárrækt og ullin nýtt í spuna en ekki lögð nægjanleg ræktun í skinnin,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, feldfjárræktandi og bóndi á bænum Þykkvabæjarklaustri, en hún skellti sér ásamt nokkrum öðrum Íslendingum í sumar til Svíþjóðar og Danmerkur og heimsótti þar feldfjárræktendur.

„Við heimsóttum hina dönsku Anne Hjelm sem er ein aðalmanneskjan hjá feldfjársamtökunum í Danmörku. Hún er með 43 fullorðnar feldfjárkindur, en algengt er að feldfjárbúin séu einungis með tíu til þrjátíu kindur. Í Svíþjóð heimsóttum við svo íslenska feldfjárræktarkonu, Kristínu Halldórsdóttur, sem býr í Smálöndunum. Það var virkilega gaman og afar gefandi, munaði svo miklu að hafa Kristínu sem túlk af því hún þekkti það sem var verið að fjalla um. Hún lifir og hrærist í þessu og gat útskýrt vel fyrir okkur og skildi spurningarnar okkar.“

Hálf milljón borguð fyrir ásetningshrúta

Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb ...
Kristbjörg er driffjöður og talsmaður feldfjárræktenda, hér með grátt lamb úr eigin ræktun sem er feldfjárblendingur.


Kristín sá líka um að túlka fyrir þau í Íslendingahópnum sem fóru á námskeið í feldfjárrækt hjá sænskum ríkisdómara, eftir að hafa fylgst með honum meta lömbin á búi Kristínar.

„Hann fræddi okkur um ræktun á Gotlandsfénu sem Kristín ræktar og þá einstöku feldeiginleika sem það fé hefur. Ríkisdómari er sá sem dæmir féð þegar búið er að velja það besta úr úrvali sænsku hrútlambanna. Hvert lamb hefur farið í gegnum nokkra dóma þegar það kemur fyrir ríkisdómara og að lokum finna ríkisdómararnir bestu einstaklingana af öllu svæðinu til undaneldis. Einstaklingur er bæði metinn áður en hann hefur verið klipptur og eftir að ullin hefur vaxið aftur. Skinnið þarf að vera alveg gallalaust að sjá á lifandi kindinni. Í Danmörku er verið að selja ásetningshrúta á uppboði á hálfa milljón, þetta er eins og stóðhestar á Íslandi þegar gæðin eru orðin svona mikil og hrúturinn efnilegur.“

Víkingarnir komu með Gotlandsfé með sér hingað til Íslands

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð (önnur t.v).


Kristbjörg segir að feldfjárrækt sé nokkuð sérstök, því bændur hafi þar meira út úr skinnum fjárins en kjötinu.

„Fyrir vikið er áherslan í ræktuninni öll á skinnin, að þau verði sem fallegust þegar búið er að klippa þau og súta. Þar er mýkt og fegurð aðalmálið, en þessar gærur eru notaðar í allt mögulegt; fatnað, húsgögn, púða, teppi, kerrupoka fyrir börn og hvers konar gæruvöru. Einnig eru þær notaðar heilar til að leggja hvar sem fólki hentar, á gólf, rúm, sófa eða stóla.“

Kristbjörg segir að feldféð í Danmörku og Svíþjóð sé annars konar fé en það sem hún ræktar hér á Íslandi.

„Féð sem víkingarnir komu upphaflega með til Íslands var sumt Gotlandsfé af norrænum slóðum og það er talið að íslenska sauðféð sé að hluta til komið út af þessum sama stofni. Íslenska féð er að mörgu leyti ekkert ólíkt þessu feldfé sem við sáum í heimsókn okkar í Danmörku og Svíþjóð. Það er kennt við Gotlandseyjar og kallað pelsfé, en vagga feldfjár er á Gotlandseyjum.“

Reyna að seinka vexti á þeli

Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá ...
Danskir dómarar og íslenskt og danskt aðstoðarfólk meta lömb hjá Anne Hjelm fjárbónda sem hópurinn heimsótti.


Kristbjörg segir allt feldfé vera grátt og pelsféð sem þau hafi skoðað úti hafi gljáandi, silkimjúkt og hrokkið tog en nánast enga undirull eða þel. „Vissulega er þel í vetrarull þessa feldfjár, en það hefur fram yfir íslenska féð að þelið vex miklu seinna. Það sem við erum að reyna að gera hér heima er að leggja áherslu á mýkt togháranna og að þau séu hrokkin. Togið á íslenska feldfénu er fallegt en þelið verður alltaf til staðar. Við erum að reyna í okkar ræktun að seinka vextinum á þelinu. Þegar lamb fæðist er það einvörðungu með toghár, en það vex fram yfir sumarið og þegar fer að líða á haustið og að kólna byrja þelhárin að vaxa. Við reynum semsagt að fá gærur úr okkar ræktun með sem minnstu þeli.“

Þegar Kristbjörg er spurð hvort lausnin sé ekki að farga lömbunum fyrr, áður en þelið fer að vaxa, segir hún það ekki vera. „Það er ekki æskilegt því þá fáum við minna kjöt af skepnunni, auk þess sem féð er á afrétt og ekki smalað fyrr en að hausti. Góð ræktun byggist á markvissu ræktunarstarfi í feldfjárrækt líkt og annarri ræktun.“

En hvaða leiðir eru til að seinka þelvextinum?

„Með því að skoða feldinn á lömbunum á haustin með tilliti til þess hvernig þelið vex og meta þannig hárgæði lambsins. Við setjum á til lífs þau lömb sem sýna bestu feldeiginleikana, það á að skila sér áfram í undaneldinu.“

Fólk getur komið og valið af hvaða kind það kaupir ullina

Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima ...
Íslenski hópurinn á námskeiði hjá Andrési ríkisdómara í pelsfjárdómum, heima hjá Kristínu í Svíþjóð.


Kristbjörg hefur ræktað feldfé undanfarin sjö ár, hún fékk fyrstu fimm gimbrarnar og einn hrút árið 2010.

„Ég vissi ekkert út á hvað feldfjárrækt gekk þegar ég byrjaði, en síðustu þrjú til fjögur árin hef ég loksins skilið almennilega hvað ég er að gera, því þetta eru heilmikil fræði. Ég fór af stað í feldfjárræktina af því ég hef alltaf verið svo hrifin af gráum kindum, en þekkingin kemur smátt og smátt með forvitninni, fróðleiksfýsn og því að vilja skilja,“ segir Kristbjörg og bætir við að feldfjárskoðun verði í Meðallandinu á morgun, föstudaginn 22. september.

„Við feldfjárræktendur vorum með í uppskeruhátíð í Skaftárhreppi síðustu helgina í október í fyrra og seldum þar ull beint af kind. Handverksfólk getur komið og nýtt sér þá nýjung þegar hún verður aftur í boði á svipuðum tíma núna í haust. Þá getur það valið af hvaða kind það vill kaupa ull. Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra og það mæltist vel fyrir, þá sá Heiða Guðný fjalldalabóndi um að rýja fyrir okkur á staðnum.“

Innlent »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...