Líkur á verulegum vatnavöxtum á Suðausturlandi

Búast má við mikilli úrkomu á Suðaustrulandi og á Austfjörðum …
Búast má við mikilli úrkomu á Suðaustrulandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir en ekki er hægt að segja til um hvort grunnvatnskerfi og manngerð kerfi taki við allri úrkomunni. 

Fylgjast þarf með vatnavöxtum í ám á Suðausturlandi þar sem að talsverð rigning í var í gær og það er ekki spáð þurru fram á helgi. Að sögn veðrufræðings getur verið að grunnvatnskerfi taki ekki við mikið meiri úrkomu. 

Á laugardag má búast við stormi en spáð er að vindur muni fara yfir 20 metra á sekúndu og hviður yfir 30 metra á sekúndu við Eyjafjalla- og Öræfajökul. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert