Prestur sakaður um kynferðisbrot

Grensáskirkja.
Grensáskirkja. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju í Reykjavík og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Ólafur var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Sr. Ólafur hefur áður komið við sögu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og hefur Fréttablaðið fengið staðfest að mál gegn honum hafi einnig verið rekið fyrir fagráðinu árið 2010.

„Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“

Ólafur neitar sök

Leyfið var til 15. ágúst síðastliðins og eftir það gekk hann aftur til starfa í Grensáskirkju. Agnes segist síðan hafa heyrt af hinum tveimur málunum í gær og því gripið strax til ráðstafana vegna þeirra. 

„Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að hann væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni. Ég hef í dag [í gær] fengið þær upplýsingar að fleiri mál hafi komið til úrskurðar­nefndarinnar og hefur hann farið í leyfi á meðan úrskurðar­nefndin er að vinna í málinu,“ segir Agnes.

Fyrsta málið á þessu ári kom inn á borð fagráðs síðastliðið vor. Brotaþoli, sem ekki vill koma fram undir nafni, staðfestir að hafa á þeim tíma sent málið til fagráðs þar sem meintur gerandi er sr. Ólafur. Í síðustu viku hafi málið síðan verið áframsent til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag.

Ólafur neitar því staðfastlega að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða í því máli. 

„Þar á í hlut kona sem ég hef talið til kunningja í ákveðnu samhengi. Ég tók utan um hana og kyssti hana á kinnina. Það er atvikið. Ég hélt það væri óhætt en það var greinilega ekki. Algjörlega fráleitt að kalla það kynferðislega áreitni að mínu mati, [þetta] var saklaus koss á kinn,“ segir Ólafur.

Hann lýsir því að hann sé mjög hryggur yfir því að málið sé komið á þennan stað. 

„Auðvitað var það rangt af mér að gera þetta ef það var óþægilegt fyrir hana. Það er engin spurning. En það var ekki kynferðisleg áreitni og tengdist engu slíku.“

Árið 2010 var einnig lögð fram kvörtun til fagráðs vegna sama prests. Ólafur játar því og segist hafa heyrt af því máli en mjög óformlega. Hann segist hafa hitt sálfræðing eftir það mál sem hafi snúist um að læra að setja sér mörk í samskiptum sínum við hitt kynið. 

„Ég hef alltaf hitt sálfræðing öðru hverju. En í mínum skilningi og skilningi íslenskra laga snýst það ekki um kynferðislega áreitni,“ segir Ólafur.

Hér er hægt að lesa frétt Fréttablaðsins í heild á Vísi.

mbl.is

Innlent »

Ölvuð með börnin í bílnum

06:52 Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda Meira »

Kólnar í veðri

06:42 Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan, 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s uppúr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands. Meira »

Komið verði upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk

05:58 Koma þarf upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk og fleiri áfangaheimilum þar sem það fær stuðning. Bæta þarf aðgengi að meðferð við vímefnavanda og uppræta biðlista. Þá þarf þessi hópur að fá aukin atvinnutækifæri sem henta honum. Meira »

4,3 stiga skjálfti í Bárðarbungu

05:43 Seint í gærkvöldi mældist 4,3 stiga jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa. Meira »

Kaupa mun færri nýja bíla

05:30 Nokkrar af stærstu bílaleigum landsins hyggjast kaupa mun færri nýja bíla inn til landsins í flota sinn á þessu ári en þær gerðu á því síðasta. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækjanna í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Segja ögrun ekki verða liðna

05:30 Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþingismanna og forstöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Meira »

Vill beint flug frá Keflavík til Kína

05:30 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Meira »

5-10% innblöndun hefur engin áhrif

05:30 Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, framleiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

05:30 Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Meira »

Andlát: Ingimundur Sigfússon fyrrv. sendiherra

05:30 Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu og fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans í fyrradag, 80 ára að aldri. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermál...
ÞÝSKAR STURTUKERRUR OG FJÖLNOTAKERRUR
Sturta aftur og til beggja hliða, lengdir 305,405,502 og 611 cm 1350 til 3500 kg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...